Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter fyrir skömmu að hann muni berjast á UFC 200 eftir allt saman. Engin tilkynning hefur komið frá UFC hingað til.
McGregor vildi ekki taka þátt í kynningarherferð fyrir UFC 200 af eins miklum mæli eins og UFC óskaði eftir. Því var hann tekinn af UFC 200 en Dana White, forseti UFC, sagði á sérstökum blaðamannafundi á föstudaginn að það væri ekki sanngjarnt að McGregor gæti sleppt blaðamannafundum á meðan aðrir yrðu neyddir til þess.
Happy to announce that I am BACK on UFC 200!
Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016
Þetta gæti verið samningatækni hjá McGregor enda hefur ekki komið nein staðfesting frá UFC. Í færslunni þakkar hann Dana White og Lorenzo Fertitta (einn af eigendum UFC) fyrir að setja saman þennan bardaga fyrir aðdáendur.
Ekki er hægt að staðfesta að McGregor verði á UFC 200 fyrr en formleg tilkynning komi frá UFC. Kannski er þetta bara enn einn leikurinn hjá Íranum.
This could be another leverage play by McGregor, perhaps forcing the UFC to comment on something it has already commented on. We’ll see.
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) April 25, 2016
John Morgan hjá MMA Junkie er vel tengdur í MMA heiminum en hefur ekki heyrt neitt frá UFC varðandi bardagann.
Multiple sources I have spoken with so far indicated nothing changed in regard to Conor’s exclusion from UFC 200. Nothing from his team yet.
— John Morgan (@MMAjunkieJohn) April 25, 2016
Núna bíðum við bara spennt eftir tilkynningu frá UFC.