Conor McGregor er á fullu í undirbúningi sínum fyrir titilbardaga sinn gegn Jose Aldo þann 11. júlí. Írinn tók sér engu að síður tíma til að hringja í veikan aðdáanda.
Brendan McGlone er 14 ára írskur drengur sem greindist með hvítblæði fyrr á árinu. Hann hefur meira og minna dvalið á sjúkrahúsi það sem af er ári en símtal frá hetjunni hans gerði daga hans bærilegri.
McGregor hringdi í strákinn og spjallaði við hann um ferilinn í UFC og heimstúrinn fyrir UFC 189. McGregor hvatti strákinn áfram í baráttu sinni við sjúkdóminn.
@TheNotoriousMMA thanks for the call!!! Made my day pic.twitter.com/5dNhZtprKO
— Brendan Mcglone (@mcglone_brendan) June 9, 2015
Síðar um daginn sendi hann McGlone mynd af sér með Mike Tyson.
Me and Mike think it’s best to leave your Ma at home for the Vegas trip, but it’s your call champ? @mcglone_brendanpic.twitter.com/Uuh6Mim9y0
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 9, 2015
Þetta hefur vafalaust glatt strákinn og vonandi hjálpað honum í baráttu sinni við hvítblæði.
Það eru ekki allir aðdáendur Conor McGregor en allir hljóta að vera sammála um að þetta var fallega gert af honum.