spot_img
Wednesday, February 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor í deilum við írskan bardagamann

Conor McGregor í deilum við írskan bardagamann

Conor McGregor er duglegur að koma sér í fréttir fyrir hegðun sína utan búrsins en nýlega tapaði írskur bardagamaður að nafni Paul Huges í titilbardaga við Usman Nurmagomedov en Conor setti strax fram þá skoðun sína að Huges hefði unnið bardagann. Khabib Nurmagomedov bauð síðar Huges að koma til Dagestan og æfa með liðinu sem Huges kveðst vilja taka þegar hann hefur fengið að berjast aftur við Umar.

Eftir bardagann fór vel á milli hans og liðs Umar, sem inniheldur meðal annars Khabib, en þau samskipti hafa farið í taugarnar á Conor, sem hefur verið í útistöðum við Khabib frá bardaga þeirra í október árið 2018. Conor skrifaði færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segir Huges að taka írska fánann af bakinu á sér sem Huges svaraði með færslu þar sem hann segist alltaf hafa talið Conor vera geitina en bætir við að það sýni vel hugarástand Conor að hann ráðist á írska arfleifð hans.

Ljóst er að illindi Conor og Khabib ætla að lifa lengi í huga hans og virðast aðrir írskir bardagamenn þurfa að haga sér í samræmi við það til að njóta stuðnings frá þessum brautryðjanda í blönduðum bardagalistum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið