spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor um lyfjapróf Mendes: Getur ekki dælt sterum í hökuna

Conor um lyfjapróf Mendes: Getur ekki dælt sterum í hökuna

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Chad Mendes var fyrr í vikunni dæmdur í tveggja ára bann fyrir fall á lyfjaprófi. Conor McGregor hafði að sjálfsögðu eitthvað að segja um málið.

Þeir Conor McGregor og Chad Mendes mættust um bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni þann 11. júlí í fyrra. McGregor sigraði Mendes í frábærum bardaga á UFC 189.

Chad Mendes féll á lyfjaprófi í júní eftir að vaxtarhormón fundust í lyfjaprófi hans. „Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi verið á þessu þegar við börðumst. Eitt veit ég þó, þú getur ekki dælt sterum í hökuna þína,“ sagði McGregor við nýju heimasíðu sína, The MacLife.

Mendes hefur alltaf verið með góða höku (getur tekið á móti höggum) en hefur verið rotaður í síðustu tveimur bardögum sínum. Conor McGregor sigraði Mendes með tæknilegu rothöggi í 2. lotu í júlí og Frankie Edgar rotaði hann í 1. lotu í desember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular