spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCormier, Jones, Maia og fleiri bardagamenn voru vigtaðir 30 dögum fyrir UFC...

Cormier, Jones, Maia og fleiri bardagamenn voru vigtaðir 30 dögum fyrir UFC 214

UFC 214 fer fram í Anaheim í Kaliforníu þann 29. júlí. Það verður fyrsti viðburður UFC í Kaliforníu eftir að nýjar og hertari reglur í kringum niðurskurðinn tóku í gildi.

Nýju reglurnar tóku gildi á dögunum. Meðal þeirra breytinga sem íþróttasamband Kaliforníu (CSAC) leggur til er að bardagamenn verði vigtaðir 30 dögum fyrir bardaga og 10 dögum fyrir bardaga. Bardagamenn verða einnig vigtaðir daginn sem bardaginn fer fram og ef bardagamaður hefur þyngst um meira en sem nemur 10% frá fyrri vigtun verður lagt til að viðkomandi flytji sig upp um þyngdarflokk.

30 daga vigtunin fór fram á dögunum hjá Daniel Cormier, Jon Jones, Tyron Woodley, Demian Maia, Cris Cyborg og Tony Evinger. Þau berjast öll í titilbardögum á UFC 214 en vigtun þeirra fór fram í gegnum FaceTime. Formaður CSAC, Andy Foster, var sáttur með tölurnar en vildi þó ekki gefa upp þyngd keppenda.

CSAC ætlar að taka hart á hættulegum niðurskurði í bardagaíþróttum. Renan Barao og Aljamain Sterling áttu að berjast í 135 punda bantamvigt á UFC 214. Nú hefur CSAC hins vegar gefið það út að Barao muni ekki fá leyfi til að keppa í 135 pundum. Bardaginn á þess í stað að fara fram í 140 punda hentivigt.

Renan Barao hefur áður verið í vandræðum með vigtina og missti af titilbardaga gegn TJ Dillashaw á UFC 177 þar sem niðurskurðurinn var of erfiður. Barao féll í yfirlið daginn fyrir bardagann og var ófær um að keppa daginn eftir. Sá bardagi átti að fara fram í Kaliforníu og gat CSAC ekki gefið Barao leyfi til að keppa aftur í 135 pundum eftir síðustu hrakfarir.

Bardaginn mun því sennilega fara fram í 140 punda hentivigt en Aljamain Sterling á enn eftir að samþykkja það. Sterling vill fá betur borgað enda telur hann að þetta sé ákveðið forskot fyrir Barao. Verði Barao í ásættanlegri vigt daginn sem bardaginn fer fram á hann möguleika á að keppa aftur í bantamvigt í Kaliforníu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular