Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDagskrá og tímasetningar fyrir UFC í London

Dagskrá og tímasetningar fyrir UFC í London

UFC_Fight_Night_Gustafsson

Nú styttist í bardaga Gunnars Nelson í London. Við förum hér yfir dagskrá næstu daga fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu.

Athugið að það er enn vetrartími í Englandi svo það er enginn tímamismunur.

Fyrir þá sem horfa á bardagann í sjónvarpi eða bíó:

Útsendingin er á bilinu 20:00-23:00 á Stöð 2 sport. Sýndir verða fjórir aðal bardagar kvöldsins en bardagi Gunnars er fyrstur. Verið því viss um að stilla á Stöð 2 Sport á slaginu 20:00!

Fyrir þá sem verða í London eða vilja fylgjast með viðburðum í beinni útsendingu á netinu:

Á föstudeginum 7. mars verður talsverð dagskrá sem er vel þessi virði að sjá. Hún fer öll fram í sömu höll og bardaginn fer fram í á laugardeginum, þ.e. The O2 Arena. Athugið að frítt er á alla þessa viðburði.

Dagskrá á föstudag:

13:00: Húsið er opnað fyrir almenningi.

13:00-15:00: UFC stjörnur veita eiginhandaráritanir. Á svæðinu verða Conor McGregor, Forrest Griffin, Ross Pearson and Joanne Calderwood en hún mun keppa í The Ultimate Fighter raunveruleikaþættinum (sería 20) um nýja UFC titil kvenna í strávigt (115 pund).

forrestconor

14:00-15:00: Spurt og svarað með Conor McGregor and Forrest Griffin. Þetta er liður sem verður mjög skemmtilegur og fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. McGregor og Griffin eru báðir mjög litríkir persónuleikar og þessir viðburðir eru mikið á léttu nótunum.

16:00-16:45: Vigtun fyrir bardagana. Það er mikil stemning í kringum vigtunina og við hvetjum alla sem geta til að mæta. Minnum á að það er frítt inn!

Á laugardeginum opnar húsið kl. 16:30. Fyrsti bardaginn byrjar kl. 17:30 (preliminary fights). Bardagi Gunnars ætti að byrja upp úr kl. 20.00.

Við minnum á að MMA Fréttir verða með stöðugar fréttir af viðburðinum fram að bardaganum og eftir hann.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular