spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDagskrá vikunnar í London - Polaris og UFC í London

Dagskrá vikunnar í London – Polaris og UFC í London

Það verður nóg um að vera í London þessa helgina. Gunnar Nelson keppir á UFC á laugardaginn og Halldór Logi keppir á föstudaginn á Polaris glímukvöldinu.

Það eru nokkrir viðburðir framundan í vikunni fyrir aðdáendur í London. Í kvöld, miðvikudag, fór opna æfingin hjá UFC fram í London. Gunnar tók örstutta æfingu en áhuginn á æfingunni var mikill.

Á fimmtudag er ekkert um að vera nema fjölmiðladagur en á föstudeginum fer sjónvarpsvigtunin fram. Vigtunin fer fram í The O2 Arena, sömu höll og bardagarnir fara fram í. Áður en vigtunin hefst verður Q&A með Ben Askren og Joanne Calderwood kl. 17:15 en vigtunin fer svo fram kl. 18:00 og stendur yfir í um það bil hálftíma.

Eins og áður segir er Halldór Logi að keppa á Polaris en Polaris er stærsta glímumót Evrópu. Polaris er einnig í O2 höllinni en dyrnar opna þar kl. 18 en fyrsta glíma hefst kl. 18:30. Útsendingin á Fight Pass hefst svo kl. 19:00 en Halldór Logi er í 5. glímu kvöldsins. Halldór mun glíma um það bil kl. 19:30-20:00 á föstudagskvöldið. Enn er hægt að fá miða á Polaris en miðasölu má sjá hér.

UFC bardagakvöldið hefst svo kl. 17:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00.

UFC Fight Night: Till vs. Masvidal

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Darren Till gegn Jorge Masvidal
Veltivigt: Leon Edwards gegn Gunnar Nelson
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir gegn Dominick Reyes
Bantamvigt: Nathaniel Wood gegn José Alberto Quiñónez
Veltivigt: Danny Roberts gegn Cláudio Silva
Millivigt: Jack Marshman gegn John Phillips

Preliminary Card (ESPN+)

Fjaðurvigt: Arnold Allen gegnJordan Rinaldi
Léttvigt: Marc Diakiese gegn Joseph Duffy
Léttþungavigt: Nicolae Negumereanu gegn Saparbek Safarov
Millivigt: Tom Breese gegn Ian Heinisch
Fjaðurvigt: Danny Henry gegn Dan Ige
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Priscila Cachoeira
Fjaðurvigt: Mike Grundy gegn Nad Narimani

Polaris 9 

Jake Shields vs Rafael Lovato JR
Ffion Davies vs Gezary Matuda
Ross Nicholls vs Vagner Rocha
Tom Halpin vs Ethan Crelinsten
Darragh O’Connaill vs Mike Perez
Santeri Lilius vs Eduardo Teta Rios

Upphitunarglímur
Tommy Langaker vs Sebastian Brosche
Eoghan O’Flanagan vs Tarik Hopstock
Ed Ingamells vs Ash Amos
Fred Vosgrone vs Halldor Logi Valsson
Jamie Hughes vs Arya Esfandmaz
Nobuhiro Sawada vs Pedro Dias

Marcus Phelan vs Chris Newman
Jack Tyley vs Tom Caughey

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular