Friday, April 19, 2024
HomeErlentDan Hardy: Fyrstu tvær mínúturnar verða mikilvægar

Dan Hardy: Fyrstu tvær mínúturnar verða mikilvægar

Dan Hardy, greinandi og lýsandi hjá UFC, spjallaði við okkur um bardaga Gunnars og Santiago Ponzinibbio. Dan Hardy hefur miklar mætur á Gunnari en vonast til að hann fái góða mótspyrnu frá Ponzinibbio á sunnudaginn.

Dan Hardy barðist lengi vel í UFC og barðist m.a. um veltivigtartitilinn árið 2010 en fékk ekki keppnisleyfi eftir að í ljós kom að hann væri með hjartagalla. Hardy hefur ekki barist síðan á UFC bardagakvöldinu í Nottingham árið 2012 en sama kvöld barðist Gunnar sinn fyrsta bardaga í UFC. Nú virðist sem Hardy geti barist aftur en enn er óljóst hvenær það verður.

Hardy mun lýsa bardagakvöldinu á sunnudaginn í Glasgow ásamt John Gooden. Hann er mjög spenntur fyrir bardaganum og segir að fyrstu tvær mínúturnar munu skipta gríðarlega miklu máli í bardaganum. Hardy segir að Santiago megi ekki sitja til baka og bíða eftir Gunnari. Ef hann gerir það verður þetta dæmigerður Gunnabardagi þar sem okkar maður nær fellunni og klárar þetta svo í gólfinu.

Hardy segir einnig að Gunnar þurfi að sýna aðlögunarhæfni ef bardaginn er ekki að fara eins og honum hentar. Viðtalið við Hardy má sjá hér í spilaranum að ofan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular