0

Hvenær byrjar UFC Glasgow? Hvenær berst Gunnar?

UFC bardagakvöldið í Glasgow fer fram annað kvöld. Þar berst Gunnar Nelson við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio en hvenær byrjar fjörið?

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 16 að íslenskum tíma á sunnudaginn en 12 bardagar verða á dagskrá. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl 19 en Gunnar Nelson er í síðasta bardaga kvöldsins og ætti því að byrja milli 21 og 21:30. Það fer eftir því hversu snemma bardagarnir á undan klárast en UFC reiknar yfirleitt með um það bil 30 mínútum í hvern bardaga. Allir bardagar kvöldsins verða aðgengilegir á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Eins og kom fram í morgun náði Joanne Calderwood ekki vigt og verður bardagi hennar og Cynthiu Calvillo því í hentivigt. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í 115 punda strávigt kvenna.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 19)

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Santiago Ponzinibbio
Hentivigt (118 pund): Joanne Calderwood gegn Cynthia Calvillo
Léttvigt: Stevie Ray gegn Paul Felder
Millivigt: Jack Marshman gegn Ryan Janes
Léttþungavigt: Khalil Rountree gegn Paul Craig
Þungavigt: James Mulheron gegn Justin Willis

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl 17)

Veltivigt: Danny Roberts gegn Bobby Nash
Fluguvigt: Alexandre Pantoja gegn Neil Seery
Veltivigt: Charlie Ward gegn Galore Bofando
Léttvigt: Danny Henry gegn Daniel Teymur

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 16)

Bantamvigt: Brett Johns gegn Albert Morales
Bantamvigt kvenna: Leslie Smith gegn Amanda Lemos

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.