spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Veit ekki af hverju Conor póstaði þessu

Dana White: Veit ekki af hverju Conor póstaði þessu

Dana WhiteDana White, forseti UFC, var undrandi á tísti Conor McGregor frá því í morgun. Að hans sögn hefur hann hvorki talað við hann né umboðsmann hans síðan í síðustu viku.

Áfram heldur fléttan.

Eins og við greindum frá í morgun hélt Conor McGregor því fram á Twitter að hann muni berjast á UFC 200. Tíðindunum var tekið með fyrirvara enda hafði engin staðfesting komið frá UFC varðandi málið.

Í samtali við Los Angeles Times segir Dana White að Conor McGregor muni ekki berjast á UFC 200 þrátt fyrir yfirlýsingu Írans í morgun. „Við höfum ekkert talað við Conor eða umboðsmann hans síðan blaðamannafundurinn fór fram á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann sagði þetta á Twitter.“

Conor McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 í júlí. McGregor vildi hins vegar ekki fljúga út til Bandaríkjanna til að taka þátt í kynningartúr fyrir bardagakvöldið og vildi þess í stað fá að æfa á Íslandi. Þar af leiðandi var hann tekinn af UFC 200 og mun hann ekki vera á bardagakvöldinu eins og staðan er nú.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular