Thursday, March 28, 2024
HomeErlentDaniel Cormier og Anthony Johnson mætast á UFC 206

Daniel Cormier og Anthony Johnson mætast á UFC 206

johnson-cormier-2Næsta titilvörn Daniel Cormier verður gegn Anthony Johnson. Bardaginn fer fram á UFC 206 í Toronto í Kanada þann 10. desember.

Þetta tilkynnti Daniel Cormier í gær í þættinum UFC Tonight. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier hefur ekki varið titilinn sinn síðan í október í fyrra. Þá sigraði hann Alexander Gustafsson á UFC 192 eftir klofna dómaraákvörðun. Cormier átti svo að mæta Jon Jones á UFC 197 í apríl á þessu ári en þremur vikum fyrir bardagann meiddist Cormier.

Jones og Cormier áttu svo aftur að mætast á UFC 200 en nokkrum dögum fyrir bardagann féll Jones á lyfjaprófi og kom Anderson Silva í hans stað. Bardagi Cormier og Silva var ekki titilbardagi og því verður bardaginn í desember fyrsta titilvörn Cormier í rúmt ár.

Daniel Cormier varð léttþungavigtarmeistari eftir sigur á Anthony Johnson á UFC 187 í fyrra. Cormier kláraði Johnson með uppgjafartaki í 3. lotu. Johnson hefur verið á mikilli siglingu síðan hann tapaði fyrir Cormier og fær hér verðskuldað annað tækifæri. Hann hefur nú unnið þrjá bardaga í röð, alla með rothöggi, en síðast vann hann Glover Teixeira með rothöggi eftir 13 sekúndur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular