Daniel Cormier var vægast sagt ósáttur þegar hann komst að nýjasta lyfjaveseninu á Jon Jones. Daniel Cormier segir að USADA sé grín og átti svo í orðaskiptum við Jon Jones.
UFC 232 fer fram þann 29. desember þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Lyfjapróf sem Jones gekkst undir þann 9. desember sýndi óvenjulegar niðurstöður. Jones fær því ekki að berjast í Las Vegas en getur barist í Kaliforníu en nánar má lesa um málið hér. UFC 232 var því fært frá Las Vegas til Los Angeles með aðeins sex daga fyrirvara.
Daniel Cormier var ekki lengi að sýna viðbrögð á Twitter.
He tested positive again!
— Daniel Cormier (@dc_mma) December 23, 2018
Þá gagnrýndi hann USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC), Jeff Novitzky (yfirmaður heilsu- og lyfjamála UFC) og Andy Foster (forseti íþróttanefndar Kaliforníu sem samþykkti að gefa Jon Jones leyfi til að berjast).
Smh….. pic.twitter.com/7ANsAIL0jf
— Daniel Cormier (@dc_mma) December 24, 2018
Daniel Cormier var ósáttur með USADA þegar Jon Jones fékk aðeins 15 mánaða bann eftir hans síðasta lyfjamisferli og eru þessi tíðindi ekki að kæta hann mikið.
Þeir Cormier og Jones áttu svo auðvitað í frekari orðaskiptum á samfélagsmiðlum.
Jones sagði á dögunum að hann vildi berjast við Cormier aftur og ætlaði að gefa hluta af tekjum sínum úr bardaganum til góðgerðarmála.
Keep the money, more stringent drug testing and no excuses or mishaps and I’ll give 125,000 to charity in Lafayette and 125,000 to a charity in San Jose. You just pay for the drug testing! #cheater https://t.co/RqtHv1r7Ra
— Daniel Cormier (@dc_mma) December 24, 2018
Jon Jones mætir Alexander Gustafsson á UFC 232 á laugardaginn.