0

Handsprengju kastað í átt að Alex Oliveira – fékk sprengjubrot í fótinn

Mynd: Snorri Björns.

Alex Oliveira varð fyrir sprengjubrotum á aðfangadagskvöld í Brasilíu. Handsprengju var kastað í átt hans og varð hann fyrir meiðslum á fæti.

Desember hefur ekki verið góður mánuður fyrir Alex ‘Cowboy’ Oliveira. Oliveira tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC 231 í desember og varð svo fyrir árás á aðfangadagskvöld.

Oliveira var að kaupa bensín á bíl móður sinnar á mánudagskvöldið þegar hann sá fjölskyldameðlimi sína í rifrildum. Oliveira fór að kanna málið þegar hann sá að byssu var beint að andliti frænda síns. Að sögn Oliviera voru árásarmennirnir með byssur, sveðjur, hnífa og handsprengju. Þeir köstuðu handsprengju að Oliveira en sprengjubrot flugu í fót hans samkvæmt MMA Fighting.

Oliveira fór í litla aðgerð til að fjarlægja sprengjubrotin en mun ná fullum bata.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.