spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDatt í stiga og missti af stærsta móti ársins

Datt í stiga og missti af stærsta móti ársins

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eiður Sigurðsson átti að keppa á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór á dögunum. Skömmu fyrir mótið meiddist Eiður og gat því ekki keppt.

Evrópumeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu í ár var stærsta BJJ mót sögunnar en 3500 keppendur frá 70 löndum voru skráðir til leiks. Þrír Íslendingar voru skráð til leiks en því miður kepptu aðeins tvö þeirra.

Eiður Sigurðsson úr Mjölni er einn fremsti BJJ kappi landsins og til stóð að hann myndi keppa í -88,3 kg flokki fjólublábeltinga. Eiður þurfti hins vegar að sætta sig við að horfa á keppnina úr stúkunni í Portúgal þar sem hann meiddist skömmu fyrir keppni.

„Einni og hálfri viku fyrir mótið var ég hjá félaga mínum og ég datt í stiga. Ég hugsaði ekki mikið um það þá og veit ekki ennþá 100% hvað er að. En ég mun hitta lækni næsta mánudag og vonandi fá að vita hvað er að,“ segir Eiður.

Eiður segist ekki hafa áttað sig á alvarleika meiðslanna fyrst um sinn. „Ég var bara að vona að þetta væri eitthvað smávægilegt. Ég hitti Ómar [Yamak, glímumaður] tveimur dögum eftir slysið og við tókum smá drill. Þá fann ég að þetta var alvarlegra en ég hélt. Svo seinna skiptið sem við hittumst, sem var tveimur dögum seinna, var þetta enn jafn slæmt. Þá áttaði ég mig á því að þetta gæti tekið smá tíma að lagast. Það skringilega við þessi meiðsli er að ég finn eiginlega ekkert fyrir þeim í daglegu lífi. Það er bara þegar ég spila guard eða fæ högg á mjöðmina sem ég finn til.“

Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir Eið sem hafði borgað alla ferðina úr eigin vasa og stefnt að mótinu lengi. „Ég var frekar súr en þetta er ekki fyrsta skipti sem ég lendi í einhverju svona þannig að ég ákvað bara að reyna gera það besta úr þessari ferð. Það er alltaf hægt að læra eitthvað þegar maður horfir á keppnir og alltaf gaman af keppnisferðum, hvort sem maður er að keppa eða bara styðja liðsfélagana.“

„Það var leiðinlegt að heyra nafnið sitt kallað upp á tveggja mínútna fresti í 40 mínútur og líklegast var það versta við þetta allt. Af einhverjum ástæðum mátti ég ekki fara inn á keppnissvæðið til að láta fólkið vita að ég gæti ekki keppt. Ég helt mikið í vonina að þetta myndi bara lagast allt í einu svo ég gæti keppt en svo var ekki.“

Eiður reyndi því að nýta tímann vel og horfa á sem flestar glímur enda margir af færustu glímumönnum heims á mótinu. „Það er alltaf gaman að horfa á glímur þó að hausinn á manni sé orðinn svolítið soðinn í lok dags. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverju móti. Í þetta skipti tók ég eftir því hvað sumir eru góðir að spila með stigin. Hafa mikla þolinmæði, vita hvernig stigin standa, hvað það er mikill tími eftir og spila leikinn eftir því. Þá ég er ekki að tala um að stalla glímuna.“

Eiður ætlar þó ekki að láta þetta hafa mikil áhrif á sig og er staðráðinn í að ná sínum markmiðum. „Ég ætla alla leið á toppinn. Verða heimsmeistari. Tek þetta eitt skref í einu og ætla njóta ferðarinnar. Markmiðið er að gera þetta alla ævi,“ segir Eiður að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular