spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia kemur UFC til bjargar og mætir Kamaru Usman í Síle...

Demian Maia kemur UFC til bjargar og mætir Kamaru Usman í Síle í maí

Demian Maia kemur UFC til bjargar og mætir Kamaru Usman í Síle í maí. Upphaflega átti Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins en hann meiddist.

Ponzinibbio meiddist á þumalfingri fyrir bardagann en hann átti að vera aðalstjarnan í fyrstu heimsókn UFC til Síle. Usman vildi einungis halda sæti sínu á bardagakvöldinu ef hann fengi andstæðing á topp 15 styrkleikalistanum og hefur hann nú fengið ósk sína uppfyllta.

Inn kemur Demian Maia sem er í 5. sæti listans. Hann hefur tapað tveimur bardögum í röð og nú síðast gegn Colby Covington í október. Þar áður var hann á sjö bardaga sigurgöngu en sigurgangan endaði þegar hann tapaði fyrir Tyron Woodley um veltivigtartitilinn í fyrra. Eftir tapið gegn Covington vildi hann taka sér smá pásu frá MMA en kemur nú inn með rúmlega þriggja vikna fyrirvara.

Síle er aðeins annað landið í Suður-Ameríku sem UFC heimsækir en hingað til hafa bardagasamtökin bara heimsótt Brasilíu í Suður-Ameríku. Næstsíðasti bardagi kvöldsins féll einnig niður á dögunum en þeir Volkan Oezdemir og Mauricio ‘Shogun’ Rua áttu að mætast á kvöldinu. UFC þurfti því nauðsynlega að fá Suður-Ameríska stjörnu á bardagakvöldið sem fer fram þann 19. maí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular