spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia mætir Matt Brown í maí

Demian Maia mætir Matt Brown í maí

Demian Maia
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Demian Maia mun mæta Matt Brown í maí og freista þess að fá titilbardaga með sigri. Bardaginn fer fram í Brasilíu og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Demian Maia hefur sigrað fjóra bardaga í röð en síðast sigraði hann Gunnar Nelson í desember með yfirburðum. Hinn 38 ára Maia hefur einfaldlega aldrei verið betri og er í 5. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni.

Matt Brown vann sjö bardaga í röð áður en hann mátti sætta sig við tvö töp í röð gegn þeim Robbie Lawler og Johny Hendricks. Síðast sáum við hann vinna Tim Means með „guillotine“ hengingu en hann er í 6. sæti á styrkleikalista UFC.

Sigurvegarinn hér verður kominn ansi nálægt titilbardaga og þá sérstaklega Maia. Takist Maia að sigra Brown verður það fimmti sigur hans í röð og ætti það að vera nóg til að tryggja titilbardagann sem hann langar svo í.

Matt Brown er með 12 sigra eftir rothögg og einn af hættulegustu bardagamönnum UFC standandi. Aftur á móti er hann með níu töp eftir uppgjafartök og gæti verið erfitt fyrir hann að verjast Maia í gólfinu.

Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 87 þann 14. maí en ekki er ljóst hvar í Brasilíu bardagakvöldið mun fara fram. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jacare Souza og Vitor Belfort.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular