Derek Brunson mætir Robert Whittaker á UFC bardagakvöldinu í Ástralíu um helgina. Brunson hefur unnið fimm bardaga í röð og fengið afar fá högg í sig.
Derek Brunson hefur farið á kostum að undanförnu en fjórir síðustu bardagar hans hafa allir endað með rothöggi í 1. lotu. Í þessum fjórum bardögum hefur hann verið með hreint ótrúlega tölfræði og fengið aðeins fimm högg í sig.
Uriah Hall tókst að hitta Brunson einu sinni á tæpum tveimur mínútum og Sam Alvey náði fjórum höggum á rúmum tveimur mínútum. Roan Carneiro og Ed Herman náðu ekki einu einasta höggi.
Þetta er frábær tölfræði hjá Brunson og spurning hvort sama verði upp á teningnum gegn Robert Whittaker um helgina.
Til samanburðar hefur Demian Maia fengið 13 högg í sig í síðustu fjórum bardögum sínum en þeir hafa enst lengur en bardagar Brunson.