Diego Björn Valencia mætti Laurynas Urbonavicius á King of the Cage bardagakvöldinu í Litháen fyrr í kvöld. Diego tapaði því miður eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.
Bardaginn fór fram í léttþungavigt en fyrr í kvöld hafði Birgir Örn Tómasson unnið sinn bardaga með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.
Þeir Diego og Laurynas byrjuðu á að þreifa fyrir sér í byrjun bardagans. Laurynas skaut í fellu og Diego varðist fellunni ágætlega upp við búrið til að byrja með en Laurynas tókst þó að ná Diego niður eftir smá baráttu.
Af bakinu reyndi Diego að sækja í armlás en Laurynas varðist vel og kom með þung högg í gólfinu. Diego hélt áfram að sækja af bakinu en Laurynas varðist öllu en höggin urðu þyngri og þyngri hjá heimamanninum þegar leið á. Að lokum var dómarinn búinn að sjá nóg og stöðvaði hann bardagann í 1. lotu. Laurynas sigraði því eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.
Diego er núna 2-2 sem atvinnumaður í MMA á meðan Laurynas er 8-1. Þetta er í fyrsta sinn sem Diego hefur verið kláraðar á MMA ferlinum (áhugamanna- og atvinnubardagarnir teknir með). Bardagann má sjá hér að neðan.