spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEgill fær að hefna fyrir tapið í fyrra

Egill fær að hefna fyrir tapið í fyrra

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þriðji dagur Evrópumótsins fór fram í dag og eru nú aðeins Egill og Magnús eftir. Þeir eru komnir í undanúrslit í sínum flokki.

Við heyrðum í Jóni Viðari Arnþórssyni, forseta Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðsins, þar sem liðið var á gömlum steikarstað í Prag. Þar gátu flestir slakað á með viskíglasi og rauðvíni, nema Egill og Magnús sem keppa í undanúrslitunum á morgun.

Egill Øydvin Hjördísarson og Bjarni Kristjánsson þurftu að mætast í 8-manna úrslitum fyrr í dag en þeir eru liðsfélagar í Mjölni og góðir vinir. Það var ákveðið fyrirfram að Bjarni myndi gefa bardagann enda vildu þeir ekki að Bjarni og Egill myndu berjast. Bjarni gafst því upp eftir eina sekúndu í bardaganum og komst Egill því áfram.

„Þetta var ákveðið í gær. Bjarni tók þá ákvörðun að leyfa Agli að fara áfram. Bjarni er pínu meiddur á olnboga og rifbeini og vildi leyfa Agli að fara áfram. Báðir eru auðvitað mjög góðir og í stað þess að berjast og mæta meiddur í undanúrslitin var þetta niðurstaðan,“ segir Jón Viðar um þessa undarlegu stöðu sem kom upp.

Egill mætir því Búlgaranum Tencho Karaenev en bæði Egill og Bjarni hafa tapað fyrir honum í MMA. Egill tapaði fyrir honum eftir hengingu í 1. lotu á Evrópumótinu í fyrra og Bjarni eftir dómaraákvörðun á HM í sumar. Fyrir mótið talaði Egill um að honum langaði mest að fá að mæta Karaenev aftur og taka hann í bakaríið. Egill fær tækifæri á því á morgun.

„Egill er mjög spenntur fyrir því að mæta Tencho aftur og ætlar að stúta honum núna. Hann hefur allt til þess að vinna hann. Egill er mun tæknilega betri en Tencho er svo hrikalega sterkur og mikið monster,“ segir Jón Viðar.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Magnús Ingi Ingvarsson er einnig kominn í undanúrslit eftir þrjá sigra á þremur dögum. Þegar við ræddum við Jón Viðar var Magnús pínu dasaður eftir að hafa nýverið klárað eina steikarmáltíð. Magnús mun svo borða aftur í kvöld enda mikil átök framundan. „Þetta tekur á. Það er ekkert grín að taka þrjá bardaga á þremur dögum. Við erum að eltast við gullið og núna eru bara tveir eftir. Þannig að hann er meira en hálfnaður.“

Magnús vann með miklum yfirburðum í dag en hann sigraði Rússann Ziiad Sadaily eftir „rear naked choke“ hengingu eftir u.þ.b. 1:50 í 1. lotu. Magnús mætir Gianluigi Ventoruzzo frá Ítalíu á morgun í undanúrslitum.

Dagmar Hrund tapaði eftir tæknilegt rothögg í sínum fyrsta MMA bardaga gegn hinni sænsku Anette Österberg. „Dagmar var að fá of mikið af höggum í sig og dómarinn stoppaði þetta. Þetta var sterk stelpa frá Svíþjóð sem er sögð sú næstbesta í þessum flokki í heiminum. Dagmar hélt samt áfram og sýndi að hún er með hjarta, það er ekki hægt að kenna það. Hún þarf bara að vera dugleg að æfa, lenti núna á móti góðri stelpu og þarf að vera grimm að æfa á næstu mánuðum, læra meira og halda áfram.“

Björn Þorleifur Þorleifsson þurfti að sætta sig við tap í sínum öðrum bardaga eftir glæsilega frammistöðu í gær. Björn mætti Rostem Akman sem vann Evrópumótið í fyrra í þessum sama flokki. Björn segist ekki hafa fundið sig nógu vel í bardaganum en bardaginn fór að mestu fram á gólfinu. Akman kláraði bardagann með „rear naked choke“ í 1. lotu og var þetta góð reynsla fyrir Björn.

Hrólfur Ólafsson tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu gegn Florian Aberger frá Austurríki. „Austurríkismaðurinn var erfiður, hrikalega stór og örvhentur. Hrólfur var duglegur að circla í rétta átt en fór einu sinni í öfuga átt og fékk þá þunga vinstri í sig. Austurríkismaðurinn fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og dómarinn stoppaði þetta.“

„Flest höggin í gólfinu voru að lenda á höndunum á Hrólfi en dómarinn stoppaði þetta snemma enda eru þeir að passa upp á mennina hérna í amateur bardögunum. Við skiljum það vel. Hrólfur er í þokkalegu lagi, fór í heilaskann sem kom vel út og er hann bara í góðum fýling,“ segir Jón Viðar að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular