Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEmil Meek fékk ekki að fara með öxina sína heim til Noregs

Emil Meek fékk ekki að fara með öxina sína heim til Noregs

Norðmaðurinn Emil Weber Meek var stoppaður í tollinum í Kanada á leið sinni heim til Noregs. Meek ferðaðist með öxi til Kanada en komst ekki með hana aftur heim.

Emil Meek mætti Jordan Mein á UFC 206 í Kanada síðustu helgi. Meek átti frábæra frammistöðu og kom mörgum á óvart með sigri sínum á Mein eftir dómaraákvörðun.

Meek leggur mikið upp úr víkingaímynd sinni og hefur nánast alltaf gengið í búrið með öxi. Meek tók öxina með til Kanada en fékk ekki að ganga í búrið með hana og fékk ekki að hafa hana með á fjölmiðladeginum.

Kanada vildi greinilega ekkert með víkinginn gera enda þurfti Meek að snyrta skeggið sitt fyrir bardagann þar sem það þótti of sítt.

Meek kom heim með sigurinn en öxina þurfti hann að skilja eftir.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular