spot_img
Wednesday, November 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEr Georges St. Pierre á leiðinni aftur í búrið?

Er Georges St. Pierre á leiðinni aftur í búrið?

SPO-UFC-158Georges St. Pierre greindi frá því í viðtali í seinustu viku að hann sé að vega og meta hvort hann eigi að snúa aftur í búrið. Fiðringurinn fyrir MMA er alltaf að verða meiri og meiri að hans sögn.

Hinn 34 ára gamli Georges St. Pierre (GSP) barðist seinast á UFC 167 þar sem hann varði titilinn sinn gegn Johny Hendricks. Eftir bardagann tilkynnti GSP að hann ætlaði að taka sér hlé frá MMA í ótilgreindan tíma. Í framhaldi þess gaf hann frá sér beltið sem er nú í höndum Robbie Lawler.

Nú eru liðin tvö ár síðan GSP barðist seinast. Þrátt fyrir það situr hann ekki á sófanum heima að borða snakk og kók. Hann heldur sér í topp formi og æfir vel. „Þetta er eins og hnífur sem ég þarf að halda beittum ef ég skyldi snúa aftur,“ sagði GSP í viðtali við Reseau de sports (RDS).

GSP horfir reglulega á bardaga og fylgist vel með stöðunni í veltivigtinni. „Ég er byrjaður meira og meira að finna fyrir þörfinni að snúa aftur. Ég er að æfa mjög vel núna og er marinn og bólginn eins og þú sérð. Ég fékk það ekki við að detta niður stiga.“

GSP er samt ekki viss hvenær hann muni snúa aftur en útilokar ekki endurkomu á þessu ári. Þar sem lítið er eftir af árinu er líklegra að endurkoma hans muni eiga sér stað á næsta ári. Hann sleit krossband í fyrra og þurfti að gangast undir aðgerð sem hefur tafið mögulega endurkomu hans að einhverju leyti. Nú segist hann vera búinn að jafna sig að fullu og er hann mættur aftur í Tristar til að koma sér í keppnisform.

Eftir að GSP lét beltið af hendi hefur beltið gengið manna á milli. Johny Hendricks fékk annað tækifæri á beltinu og tókst að sigra Robbie Lawler í hnífjöfnum bardaga á UFC 171. Hendricks og Lawler mættust svo aftur í búrinu á UFC 181 þar sem Lawler náði að hefna fyrir tapið og vann eftir hnífjafna dómaraákvörðun. Lawler tókst svo að verja beltið gegn liðsfélaga GSP, Rory MacDonald, á UFC 189. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig GSP muni ganga snúi hann aftur í búrið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular