spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFabricio Werdum og dvergarnir sjö

Fabricio Werdum og dvergarnir sjö

fabricio-werdum-ufc-on-fox-11-post

Hinn brosmildi Fabricio Werdum getur virkað furðulegur fýr, sérstaklega í samanburði við hinn alvarlega Cain Velasquez. Fyrir nokkrum árum var hann svo gott sem afskrifaður eftir slæmt tap gegn nýliða í UFC að nafni Junior dos Santos. Honum var sparkað út úr UFC en hefur nú sigrað átta af níu andstæðingum síðan.

Fabricio Werdum hefur oft verið vanmetinn en það ber að varast. Fabricio Werdum er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur verið atvinnumaður í MMA síðan árið 2002. Eftir tapið gegn Junior dos Santos þurfti hann hins vegar að byrja frá grunni, byggja sig upp og vinna sig í gegnum sjö lykil andstæðinga. Þessir andstæðingar komu honum í stærsta bardaga ferilsins gegn Cain Velasquez. Förum yfir „dvergana“ sjö.

1. Antonio “Bigfoot” Silva, 7. nóvember 2009. Eftir brottrekstur frá UFC afgreiddi Fabricio Werdum Mike Kyle með hraði og mætti risanum Antonio Silva. Í stað þess að styðjast við glímuna eins og svo oft áður tókst Werdum að sigra risann með því að útboxa hann. Með sigrinum sýndi hann að hann væri orðinn betri standandi sem er lykillinn að velgengni hans í dag.

2. Fedor Emelianenko, 26. júní 2010. Enginn gaf Fabricio Werdum séns á móti „síðasta keisaranum“. Fedor Emelianenko var ósigraður eftir 31 viðureign á móti mörgum af bestu bardagamönnum heims (sé litið framhjá tæknilegu tapi árið 2000). Fabricio Werdum gerði sér hins vegar lítið fyrir og afgreiddi Emelianenko á aðeins 69 sekúndum. Geri aðrir betur.

3. Roy Nelson, 4. febrúar 2012. Eftir slæma frammistöðu gegn Alistair Overeem komst Fabricio Werdum aftur í UFC eftir samruna Strikeforce og UFC. Fyrsta verkefnið var loðni hellisbúinn Roy Nelson sem getur rotað hvern sem er með rétta högginu. Bardaginn opnaði augu margra fyrir hæfileikum Fabricio Werdum en hann lambi Roy Nelson sundur og saman. Werdum leit út eins og alvöru sparkboxari, með hættuleg hné og höggþunga og sigraði örugglega á stigum.

WERDUM2

4. Mike Russow, 23. júní 2012. Mike Russow var góður æfingapúði fyrir Fabricio Werdum í tvær og hálfa mínútu. Á endandum var hann mikilvægt „W“ á ferilskrá Werdum sem hélt sigurgöngu sinni áfram.

5. Antonio Rodrigo Nogueira, 8. júní 2013. Þessi bardagi var draumabardagi á milli tveggja af bestu jiu-jitsu kappanna í þungavigt. Að lokum var það Fabricio Werdum sem afgreiddi ‘Big Nog’ með frábærum „armbar“ í annarri lotu. Með sigrinum minnti hann á ótrúlega hæfileika sína á gólfinu.

werdum-nogueira

6. Travis Browne, 19. apríl 2014. Með sigrinum á Antonio Rodrigo Nogueira fékk Fabricio Werdum stóran bardaga um hver fengi að skora næst á meistarann. Andstæðingurinn, Travis Browne, var talinn líklegri til sigurs en Werdum var með aðrar hugmyndir. Hann sigraði á stigum en lúskraði á Travis Browne sem sat uppi með brotið rifbein, fótbrotinn og handarbrotinn. Fabricio Werdum var hreyfanlegur og nákvæmur og sigurinn virtist nánast auðveldur.

7. Mark Hunt, 15. nóvember 2014. Eftir að Cain Velasquez meiddist var Mark Hunt kallaður til á síðustu stundu. Mark Hunt er hættulegur og þekktur fyrir mikla hörku. Flestir spáðu Fabricio Werdum sigri en fáir áttu von á að hann myndi sigra með jafnmiklum tilþrifum. Mynd á hreyfingu segir meira en þúsund orð.

hunt ko

Þessi þrautarganga Fabricio Werdum hefur nú komið honum á stað þar sem hann getur virkilega skrifað nafn sitt í sögubækurnar. Nái hann að gera hið ómöglega á laugardaginn og sigra sjálfan Cain Velasquez verður hann kannski loksins viðurkenndur sem einn sá besti sem keppt hefur í þungavigt frá upphafi. Er það svo fáranlegt?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular