Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kjartan Valur Guðmundsson - UFC 188

Spámaður helgarinnar: Kjartan Valur Guðmundsson – UFC 188

Mynd: Jón Guðmundsson.
Mynd: Jón Guðmundsson.

UFC 188 fer fram annað kvöld þar sem Cain Velasquez og Fabricio Werdum mætast í aðalbardaganum. Við fengum Kjartan Val Guðmundsson, þjálfara og formann VBC, til að birta sína spá fyrir kvöldið.

Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill

Angela Hill sigrar eftir dómarákvörðun, 30-27, eftir harðan bardaga. Báðar með sterkan striking bakgrunn, trúi því að Muay Thai komi sér vel fyrir Angela Hill á móti Taekwondo-grunni hjá Tecia Torres.

Fjaðurvigt: Yair Rodriguez gegn Charles Rosa

Charles Rosa KTFO önnur lota. Báðir mjög efnilegir bardagamenn í hörðum þyngdaflokk.

Millivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate Marquardt

Kelvin KO önnur lota. Hef lítið fylgst með Nate Marguardt en Kelvin (13 árum yngri) kemur sterkur inn og sýnir að striking og wrestling vinna vel saman.

Léttvigt: Gilbert Melendez gegn Eddie Alvarez

Gilbert Melendez split decision eftir þriggja lotu stríð. Báðir kapparnir hafa sýnt það og sannað að þeir eru með ljónshjarta.

Þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabrício Werdum

Cain Velasquez TKO í þriðju lotu, Cain kemur sterkur til baka og sýnir að hann hefur engu gleymt.

UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2, aðfaranótt sunnudags.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular