Á morgun fer fram dómararéttindanámskeið í Muay Thai en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Námskeiðið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi en Svíinn Fredrik Johnson sér um námskeiðið.
Námskeiðið fer fram á morgun, laugardaginn 13. júní, frá kl 13 til 17. Áhugasamir geta skráð sig á netfangið boxpudinn@gmail.com og í síma 690-6465. Skráningargjald eru 8000 kr.
Fredrik Johnson hefur verið viðráðinn í íþróttinni í rúm 29 ár og situr í tækniráði IFMA, Alþjóða áhugumannaráði Muay Thai í Tælandi, og semur reglur fyrir sambandið. Fredrik er yfir kennslu dómara í Svíþjóð og hefur verið virkur dómari í stærri samböndum á borð við Glory og Rumble of the Kings. Heimsókn Fredriks til Íslands er liður í stefnu á að setja á laggirnar Muay Thai samband á Íslandi að sænskri fyrirmynd.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023