Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFyrsta íslenska Muay Thai dómaranámskeiðið á morgun

Fyrsta íslenska Muay Thai dómaranámskeiðið á morgun

Á morgun fer fram dómararéttindanámskeið í Muay Thai en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Námskeiðið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi en Svíinn Fredrik Johnson sér um námskeiðið.

Námskeiðið fer fram á morgun, laugardaginn 13. júní, frá kl 13 til 17. Áhugasamir geta skráð sig á netfangið boxpudinn@gmail.com og í síma 690-6465. Skráningargjald eru 8000 kr.

Fredrik Johnson hefur verið viðráðinn í íþróttinni í rúm 29 ár og situr í tækniráði IFMA, Alþjóða áhugumannaráði Muay Thai í Tælandi, og semur reglur fyrir sambandið. Fredrik er yfir kennslu dómara í Svíþjóð og hefur verið virkur dómari í stærri samböndum á borð við Glory og Rumble of the Kings. Heimsókn Fredriks til Íslands er liður í stefnu á að setja á laggirnar Muay Thai samband á Íslandi að sænskri fyrirmynd.

freddi 2
Fredrik Johnson að störfum.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular