Brandon Thatch mætir Gunnari Nelson á laugardaginn á UFC 189. Hann verður auðvitað ákveðinn í að vinna og sérstaklega sé litið til þess að Thatch verður þrítugur á laugardaginn.
Bardaginn fer fram laugardaginn 11. júlí en Thatch er fæddur 11. júlí 1985. Það ætti að gefa honum enn meiri hvatningu til að sigra enda eflaust leiðinlegt að tapa risabardaga á þrítugsafmælinu.
Sigur á laugardaginn verður sennilega besta gjöf sem hann getur óskað sér.
Gunnar er þekktur fyrir prúðsemi og kannski mun hann gefa honum einn á lúðurinn í tilefni dagsins.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023