Fimm Íslendingar kepptu á Primal Games glímumótinu í Hollandi. Mótið fór fram í Utrecht í Hollandi og koma strákarnir heim með fern verðlaun.
Keppt var í nogi (án galla) uppgjafarglímu í þremur mismunandi styrktarflokkum. Fimm Íslendingar kepptu á mótinu í dag en allir kepptu þeir einnig á NAGA mótinu í París í gær. Hér má sjá árangur mótsins:
Elite flokkur (+5 ára reynsla í glímu)
Halldór Logi Valsson hlaut silfur í +91 kg flokki
Sigurvin Eðvarðsson hlaut silfur í -91 kg flokki
Advanced (2-5 ára reynsla)
Þórhallur Ragnarsson fékk gull í -91 kg flokki
Pétur Óskar Þorkelsson hlaut silfur í -70 kg flokki