spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFightStar: Bjarki Þór með tap í 1. lotu

FightStar: Bjarki Þór með tap í 1. lotu

Bjarki Þór tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu á FightStar bardagakvöldinu í kvöld. Þetta var fyrsta tap Bjarka Þórs sem atvinnumaður.

Bardaginn var aðalbardaginn á FightStar 13 bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta var fyrsta titilvörn Bjarka Þórs eftir að hafa tekið léttvigtartitil FightStar bardagasamtakanna í október.

Stephen O’Keeffe byrjaði fjörlega með þungum höggum. Að minnsta kosti eitt þeirra fór í gegnum vörn Bjarka Þórs og skaut Bjarki Þór í fellu. O’Keeffe féll niður en stóð strax aftur upp.

Þegar upp var komið hélt hann áfram að sveifla þungum höggum í átt að Bjarka og kaffærði hann með höggum. Bjarki Þór náði þó góðu hné í O’Keeffe en sá írski hélt pressunni áfram. O’Keeffe náði að taka Bjarka Þór niður og þar hélt hann áfram með þungu höggin sín. O’Keeffe tók bakið og hótaði hengingunni en hélt þess í stað áfram að kýla. O’Keeffe hélt áfram að kýla Bjarka Þór og svo fór að dómarinn stöðvaði bardagann eftir 1:18 í fyrstu lotu.

Stephen O’Keeffe er því nýr léttvigtarmeistari FightStar og reyndist hreinlega vera of sterkur fyrir Bjarka Þór í kvöld.

Úrslitin voru ekki okkur í vil í kvöld. Niðurstaðan fjögur töp, öll eftir tæknileg rothögg, og einn glæsilegur sigur. Allir munu þeir þó koma sterkir til baka eftir þetta.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular