spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu bardagar Georges St. Pierre

Föstudagstopplistinn: 10 bestu bardagar Georges St. Pierre

SPO-UFC-158Í þessari viku rifjum við upp tíu bestu bardagana á ferli kanadíska bardagamannsins Georges St. Pierre. Þessi snjalli Kanadamaður er án vafa einn færasti bardagamaður sem stigið hefur fæti inn í búrið.

Georges St. Pierre, GSP, barðist 21 sinni í UFC og vann þar af 19 sinnum – oftar en nokkur annar. Hann var ríkjandi veltivigtarmeistari frá 2007 til 2013 áður en hann lagði hanskana á hilluna. Hann hefur átt misskemmtilega bardaga en hér rifjum við upp eftirminnilegustu bardaga GSP en ekki endilega bestu frammistöður hans.

10. Georges St-Pierre vs. Frank Trigg – UFC 54

St. Pierre var enn ungur og átti eftir að sanna sig en þessi yfirburðasigur gegn Trigg, sem var talinn einn öflugasti bardagamaður UFC, gerði mikið fyrir feril GSP.

https://www.youtube.com/watch?v=ADhBkTjnOCg

9. Georges St-Pierre vs. Jason ‘Mayhem’ Miller – UFC 52

St. Pierre átti fjörugan og viðburðaríkan bardaga gegn Miller, sem gat lítið gert við GSP, en sýndi að það er næstum ómögulegt að knýja hann til uppgjafar.

8. Georges St. Pierre vs. BJ Penn II – UFC 94

Seinni viðureign GSP og BJ reyndist ekki sérlega spennandi en þetta var án nokkurs vafa ein allra besta frammistaða GSP á ferlinum.

7. Georges St. Pierre vs. Matt Serra II – UFC 83

St. Pierre sýndi að hann væri betri bardagamaður en Serra og hefndi fyrir tapið.

6. Georges St. Pierre vs. Carlos Condit – UFC 154

Einn erfiðasti bardagi á ferli GSP. Condit gaf aldrei eftir og komst mjög nálægt því að hrifsa beltið af St. Pierre.

http://www.dailymotion.com/video/xx3xyo_ufc-154-saint-pierre-vs-condit_sport

5. Georges St-Pierre vs. Johny Hendricks – UFC 167

Flestum fannst Hendricks vinna, en dómararnir voru ósammála. Þetta var langerfiðasti og líklega síðasti bardagi GSP.

http://www.clipdonator.com/watch_video.php?v=DGXNRNDD57RK – Fyrsti hluti

http://www.clipdonator.com/watch_video.php?v=DGXNRNDD57RK – Annar hluti

4. Georges St. Pierre vs. Matt Hughes – UFC 50

GSP barðist fyrst um veltivigtartitil UFC í áttunda bardaga ferilsins og þriðja UFC-bardaga sínum. Hann var ósigraður en leit svo mikið upp til Hughes að hann gat ekki horft í augun á honum. Hughes sýndi að Kanadamaðurinn var ekki alveg tilbúinn til að sigra þá bestu.

UFC 50 – Matt Hughes x Georges St-Pierre

3. Georges St. Pierre vs. Matt Serra – UFC 69

Kannski vanmat hann Serra, kannski átti hann slæmt kvöld, kannski var Serra bara betri þetta kvöldið. Hver sem skýringin var þá var niðurstaðan sú að Serra fékk óvæntasta sigur í sögu UFC.

UFC 69 – Georges St-Pierre x Matt Serra

2. Georges St. Pierre vs. BJ Penn – UFC 58

Fyrsti bardaginn milli þeirra hlýtur að vera einn besti bardagi í sögu UFC.

1. Georges St. Pierre vs. vs. Matt Hughes II – UFC 65

Eftir sjö bardaga í UFC og tap gegn Hughes fékk GSP annað tækifæri til að ná í titilinn. Að þessu sinni var hann sannfærður um að hann væri tilbúinn.

http://www.clipdonator.com/watch_video.php?v=YXUKA215UBR6

Þeir sem hafa áskrift að Fight Pass geta horft á alla UFC-bardaga Georges St. Pierre hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Þetta er frekar skrítinn listi. Að setja töpin í 3 og 4 sæti en skilja eftir bardagana hans gegn Jon Fitch, þar sem að GSP notaði hann eins gólftusku, þriðja bardaganum gegn Matt Hughes eða á móti Thiago Alves!
    Ef að við erum að tala um bestu bardaga GSP þá þurfa þessir þrír sem að ég ritaði hér að ofan að vera á þessum lista.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular