spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn - 10 elstu sem keppt hafa í UFC

Föstudagstopplistinn – 10 elstu sem keppt hafa í UFC

Í Föstudagstopplistanum í dag lítum við á elstu bardagakappa sem barist hafa í UFC. Aldurinn miðast við síðasta bardaga en nokkrir á listanum eru enn að. Einn á listanum berst núna um helgina.

Chuck_Liddell

10. Chuck Liddell – 40 ára

Chuck Liddell væri sennilega enn að berjast ef Dana White hefði ekki fengið hann til að leggja hanskana á hilluna árið 2010 eftir síðasta bardaga hans. Var fertugur þegar Rich Franklin rotaði hann á UFC 115.

struve hunto

9. Mark Hunt – 40 ára

Það er ekki að sjá á Mark Hunt að hann sé orðinn fertugur. Þessi grjótharði Nýsjálendingur hefur sennilega aldrei verið betri en akkúrat núna. Hann gæti sennilega barist til fimmtugs og toppað þennan lista.

anthony perosh

8. Anthony Perosh – 42 ára

Anthony „The Hippo“ Perosh er enn í fullu fjöri en hann sigraði Guto Inocente í nóvember og er ekki hættur. Flóðhesturinn er þekktur fyrir að vera þungur ofan á enda banvænn jiu-jitsu svartbeltingur.

UFC118WeighIn_James_Toney

7. James Toney – 42 ára

James Toney er kannski ekki MMA bardagamaður en hann barðist einu sinni í UFC á móti Randy Couture (UFC 118) og var þá 42 ára gamall. Sem betur fer barðist hann aldrei aftur í MMA en síðasti hnefaleikabardagi hans fór fram í nóvember 2013.

UFC Fighter Portrait Shoot

6. Ken Shamrock – 42 ára

Ken Shamrock er MMA goðsögn en hann barðist m.a. á UFC 1. Síðasti bardagi hans í UFC fór fram árið 2006 gegn Tito Ortiz og var hann þá 42 ára gamall. Hann barðist nokkra bardaga utan UFC en hans síðasti bardagi fór fram 2010.

vladimir matyushenko

5. Vladimir Matyushenko – 42 ára

Húsvörðurinn Vladimir Matyushenko náði aldrei á toppinn en hann var harður nagli og „gatekeeper“ fyrir unga stráka eins og Alexander Gustafsson og Jon Jones. Í hans síðasta UFC bardaga gegn Ryan Bader var hann 42 ára gamall. Matyshenko lagði hanskana á hilluna í fyrra eftir að hafa barist tvo bardaga í Bellator.

cungle

4. Cung Le – 42 ára

Cung le er nýbúinn að tilkynna að hann sé endanlega hættur í MMA. Tilkynningin kom ekki á óvart enda hefur hann ekki alltaf sett MMA ferilinn í forgangi og hefur leikið í nokkrum kvikmyndum. Cung Le verður minnst sem frábær sparkboxari sem sigraði Frank Shamrock í Strikeforce og rotaði Rich Franklin með eftirminnilegum hætti í UFC.

UFC Fight Night: Shogun v Henderson

3. Dan Henderson – 44 ára

Dan Henderson er 44 ára en berst í Stokkhólmi núna um helgina á móti Gegard Mousasi. Það hefur aðeins hægst á gamla jaxlinum en hann getur ennþá rotað hvern sem er nái hann inn rétta högginu.

coleman og kids

2. Mark Coleman – 45 ára

Mark Coleman átti tvo ferla í UFC. Hann barðist frá UFC 10 til 18 og varð meistari í þungavigt. Þaðan fór hann í Pride þar sem hann vann Pride FC Openweight Grand Prix árið 2000. Síðasti bardagi Coleman fór fram árið 2010 gegn Randy Couture á UFC 109 – þá 45 ára gamall.

randy couture

1. Randy Couture – 47 ára

Randy „The Natural“ Couture kom frekar seint í UFC. Hann var 34 ára í hans fyrsta MMA bardaga á UFC 13 en hélt svo áfram í 14 ár. Sögu Randy Courture þarf þó ekki að rekja hér en hans síðasti bardagi fór fram árið 2011 gegn Lyoto Machida í UFC 129. Þá var hann 47 ára gamall – geri aðrir betur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular