Bardagamenn eru almennt ekki mjög uppteknir af því að vera fríðir en nokkrir standa upp úr vegna óvenjulegs útlits. Fátt er eins mikið smekksatriði og fegurðin, en flestir geta líklega verið sammála því að þessir menn eru ekki mikið fyrir augað. Sumir þeirra eru einmitt ekki síst eftirminnilegir vegna útlitsins.
10. Charles “Krazy Horse” Bennett (26-28-2). Atvinnumaður frá 1999-2012, hefur keppt víða, mest í King of the Cage.
9. Antonio Rodrigo “Big Nog” Nogueira (34-9-1 (1)). Atvinnumaður frá 1999, þekktur fyrir keppni í Pride og UFC.
8. Wanderlei Silva (35-12-1 (1)). Atvinnumaður frá 1996, þekktur fyrir keppni í Pride og UFC.
7. Antonio “Bigfoot” Silva (18-5 (1)). Atvinnumaður frá 2005, þekktur fyrir keppni í Strikeforce og UFC.
6. Jonathan Brookins (14-6). Atvinnumaður frá 2006, þekktur fyrir keppni í The Ultimate Fighter og UFC.
5. Keith Jardine (17-11-2). Atvinnumaður frá 2001-2012. Þekktur fyrir keppni í UFC og Strikeforce en barðist víða.
4. Hong Man Choi (2-3). Atvinnumaður frá 2006-2009. Þekktur fyrir keppni í K-1 og Dream.
3. Emmanuel Yarborough (1-2). Atvinnumaður frá 1994-1998. Þekktur fyrir keppni í UFC 3, Shooto og Pride.
2. Paulo César daSilva, betur þekktur sem Giant Silva (2-6). Atvinnumaður frá 2003-2006. Þekktur fyrir keppni í Pride.
1. Yoshihiro Takayama (0-4). Atvinnumaður frá 2001-2002. Þekktur fyrir keppni í Pride en eflaust muna einhverjir eftir bardaga hans gegn Don Frye.