spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bardagamenn sem voru aldrei samir eftir tap

Föstudagstopplistinn: 5 bardagamenn sem voru aldrei samir eftir tap

Föstudagstopplisti vikunnar er kominn á sinn stað. Í dag skoðum við fimm bardagamenn sem voru aldrei samir eftir tap. Slæm töp geta setið lengi í mönnum og fjarlægt allt sjálfstraust og hreinlega breytt bardagamönnum. Hér eru nokkur dæmi um bardagamenn sem virðast aldrei hafa náð sér eftir töp.

David Louseau

5. David Loiseau eftir tapið gegn Rich Franklin

Loiseau leit virkilega vel út í UFC á sínum tíma og fékk verðskuldaðan titilbardaga gegn þáverandi meistaranum í millivigtinni, Rich Franklin. Franklin sigraði Loiseau eftir dómaraákvörðun. Loiseau leit aldrei út fyrir að vera sami bardagamaðurinn eftir það. Annað tap eftir titilbardagann markaði endalokin á UFC ferli hans í bili og þó honum hafi ekkert gengið hræðilega í öðrum bardagasamtökum eftir þetta þá varð hann samt aldrei sami bardagamaður. Seinna greindi hann frá því að hann hafi þjáðst af kvíðaröskun

joe stevenson
Stevenson var afar blóðugur eftir skurð sem hann fékk frá Penn.

4. Joe Stevenson gegn BJ Penn

Joe Stevenson barðist við BJ Penn um léttvigtartitil UFC. Á þeim tíma hafði Stevenson sigrað 13 af síðustu 14 bardögum og fékk titilbardaga gegn BJ Penn. Stevenson átti aldrei möguleika gegn Penn í afar blóðugum bardaga og endaði á að tapa eftir hengingu í 2. lotu. Eftir tapið sigraði hann aðeins þrjá bardaga og tapaði átta áður en hann lagði hanskana á hilluna 2012.

Tim_Sylvia_vs_BrandonVera

3. Brandon Vera eftir Tim Sylvia

Það var margt líkt með ferli Jon Jones og Brandon Vera í upphafi ferils þeirra. Báðir skutust þeir hratt upp á stjörnuhimininn og var búist við miklu af þeim. Munurinn er sá að Jones stóð undir væntingum (og gott betur en það) á meðan Vera var langt frá því. Vera var með stórar yfirlýsingar og sagðist ætla að vera fyrsti maðurinn til að vera meistari í þungavigt og léttþungavigt á sama tíma. Hann var 8-0 áður en hann barðist við Tim Sylvia en tap gegn honum breytti öllu. Síðan þá hefur hann sigrað fjóra bardaga og tapað sjö (einn var dæmdur ógildur, tap gegn Thiago Silva) og orðið aðhlátursefni í augum margra. Það virðist eins og hið mikla sjálfstraust hans hafi hrunið eins og spilaborg eftir fyrsta tapið og hann aldrei náð sér eftir það. Samningi hans við UFC var rift nýlega, löngu tímabært að margra mati.

chuck liddell rampage
Rampage fagnar sigri á Liddell.

2. Chuck Liddell eftir Quinton “Rampage” Jackson

Chuck Liddell var kóngurinn í ríki sínu í léttþungavigt UFC frá 2005 til 2007. Hann var þekktur fyrir granít harða höku og gat alltaf tekið við einu höggi til að gefa tvö til baka. Vendipunkturinn á hans ferli var tap gegn Rampage Jackson þar sem hann var rotaður í fyrstu lotu. Á þeim tíma virtist granít haka hans hafa yfirgefið hann og lá leiðin niður á við eftir það. Einn sigur og fjögur töp (þrjú rothögg) í hans síðustu fimm bardögum var ekki góður endir á ferli þessa frábæra bardagamanns. Liddell ákvað að leggja hanskana á hilluna þegar hann var rotaður af Rich Franklin í júní 2010. Liddell hefði viljað halda áfram að berjast en sá það að hann gat ómögulega tekið við höggum lengur.

gonzaga cro cop

1. Mirko “Cro Cop” Filipovic eftir Gabriel Gonzaga

Við höfum áður fjallað um þennan merka bardaga. Cro Cop var einn vinsælasti bardagamaður sinnar kynslóðar og hafði gert frábæra hluti í Pride. Hann kom inn í UFC með miklar væntingar og sigraði Eddie Sanchez í sínum fyrsta bardaga. Bardagi gegn Gabriel Gonzaga átti að útkljá hver fengi næsta titilbardaga í þungavigtinni og reiknuðu flestir við sigri Cro Cop. Öllum að óvörum rotaði Gabriel Gonzaga (sem var best þekktur fyrir að vera góður glímumaður) Cro Cop með hægri hásparki, en Cro Cop var einmitt þekktur fyrir vinstri hásparkið sitt. Cro Cop náði aldrei að jafna sig á þessu tapi og náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í UFC. Eftir tapið sigraði hann sex bardaga og tapaði sex og leit aldrei út fyrir að vera sami bardagamaður og í Pride. Margir vilja meina að Gonzaga hafi tekið sálu hans með þessu sparki.

gonzaga-crocop

 

Önnur dæmi: Josh Grispi eftir Dustin Poirier, Wanderlei Silva eftir Cro Cop, George Sotiropoulos eftir Dennis Siver, Pedro Rizzo eftir seinna bardagann gegn Randy Couture. Hugsanlega hefði mátt setja GSP eftir Matt Serra á listann. GSP varð mun íhaldssamari eftir tapið gegn Serra þó hann hafi verið gífurlega sigursæll eftir það.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular