spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 umdeildustu bardagamennirnir í dag

Föstudagstopplistinn: 5 umdeildustu bardagamennirnir í dag

Í Föstudagstopplistanum skoðum við umdeildustu bardagamennina í dag. Þetta eru menn sem eru umdeildir vegna kjaftbrúks, afbrota eða undarlegrar hegðunar. Atvik sem tengjast MMA heiminum metum við meira en t.d. afbrot.

test

5. Mayhem Miller

Jason ‘Mayhem’ Miller var eitt sinn skrautlegur en skemmtilegur karakter í MMA. Iðulega gekk hann inn í búrið eða hringinn með skrautlegum hætti og þótti skemmtilegur en umfram allt góður bardagamaður. Í dag virðist hann glíma við andleg veikindi og snúast allar fréttir um hann um vafasama hegðun hans utan búrsins. Miller var viðloðinn slagsmálin í Strikefroce eftir bardaga Jake Shields gegn Dan Henderson en þá gekk Miller óboðinn í borið og óskaði eftir bardaga gegn Shields. Cesar Gracie liðið brást ókvæða við og brutust út heljarinnar slagsmál. 13. ágúst 2012 var Miller handtekinn eftir að hafa brotist inn í kirkju og tveimur mánuðum síðar birtist Miller í umdeildu viðtali í The MMA Hour. Þar mætti Miller sem Lucky Patrick, persóna hans í myndinni Here Comes The Boom og neitaði að ræða mál Miller. Viðtalið var afar vandræðalegt og undarlegt svo ekki sé meira sagt (sjá neðar). Á síðasta ári var Miller tvisvar handtekinn vegna heimilisofbeldis. Í október 2014 átti Miller í útistöðum við sérsveit lögreglunnar fyrir utan heimilið sitt þar sem hann neitaði að koma út. Málunum virðist bara fjölga með tímanum og óljóst hvort Miller sé að leita sér hjálpar. Miller hefur átt við andleg veikindi að stríða um skeið og vonandi fær hann þá hjálp sem hann þarfnast.

War-Machine-Bellator-97-750x340-1379490807
War Machine barðist síðast í Bellator.

4. War Machine

Jon Koppenhaver, eða War Machine eins og hann heitir í dag, er einn umtalaðasti bardagamaður heims í dag. Hann er ekki umdeildur fyrir athæfi sín innan bardagaheimsins og því er hann ekki ofar á listanum. Eins og flestum er kunnugt um lamdi hann fyrrverandi kærustu sína, klámstjörnuna Christy Mack, fyrr á þessu ári og fór í kjölfarið á flótta. War Machine var handsamaður og situr nú í varðhaldi á meðan hann bíður þess að fá dóm. Auk þess að berjast í MMA lék hann í klámmyndum en var rekinn úr þeim bransa eftir að hafa gengið berserksgang í partý í klámiðnaðinum. War Machine mun sennilega dúsa lengi í fangelsi og mun aldrei sjást aftur í MMA.

conor-mcgregor

3. Conor McGregor

Conor hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í UFC og er ýmist elskaður eða hataður. Hann stendur þó alltaf við stóru orðin og hefur sigrað alla bardaga sína í UFC. Hann mætir Dennis Siver í janúar og með sigri fær hann líklegast titilbardaga gegn Jose Aldo. Andstæðingar hans telja að UFC sé að vernda hann gegn sterkum glímumönnum á borð við Nik Lentz, Dennis Bermudez og Clay Guida en enginn af andstæðingum hans hafa verið sterkir glímumenn. Hvort UFC sé að vernda hann gegn sterkum glímumönnum eða ekki verður Conor McGregor alltaf umdeildur og mun eflaust vera það um ókomna tíð.

Chael Sonnen

2. Chael Sonnen

Hinn litríki Chael Sonnen var ósköp venjulegur bardagamaður í UFC og ekkert sérstaklega eftirtektarverður. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem hann byrjaði að vekja almennilega athygli á sér. Sonnen lét vel í sér heyra og uppskar gríðarlega athygli. Að lokum fékk hann titilbardaga gegn Anderson Silva og var hársbreidd frá sigri. Síðan þá hefur hann verið meðal vel launuðustu bardagamönnum UFC og stórt nafn. Það má segja að hann hafi fengið titilbardaga (gegn Jones og seinni bardaginn gegn Silva) vegna kjaftbrúks en ekki vegna hæfileika í búrinu. Á tíma var hann á TRT (oft vísbendi um að menn hafi verið á sterum áður) og féll í sumar á lyfjaprófi (tvisvar). Í kjölfarið á því lagði hann hanskana á hilluna og var rekinn af Fox Sports sjónvarpsstöðinni þar sem hann starfaði sem lýsandi.

belfort-rockhold

1. Vitor Belfort

Vitor Belfort hefur verið viðloðinn MMA frá upphafi UFC. Hann var aðeins 19 ára þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið og varð strax einn af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims. Langur ferill hans hefur þó ekki verið laus við umdeild atvik. Hann var tekinn fyrir steranotkun í október 2006 og fékk níu mánaða keppnisbann. Það stoppaði hann ekki í að berjast um Cage Rage titilinn í apríl 2007, sex mánuðum eftir að hann fékk níu mánaða bannið. Á síðustu árum hefur hann verið umdeildur vegna TRT (Testosterone replacement therapy) meðferðarinnar og eru ekki allir sammála um að hann eigi skilið titilbardaga á næsta ári vegna TRT. Það virðist aldrei vera lognmolla í kringum Belfort og verður áhugavert að sjá hann mæta Weidman um millivigtartitilinn í febrúar án TRT.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular