Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Versta hárið í MMA

Föstudagstopplistinn: Versta hárið í MMA

Föstudagstopplistinn þessa vikuna er tileinkaður versta hárinu í MMA. Margir MMA kappar eru með skrautlegar hárgreiðslur en hér höfum við fimm verstu hárin, eða hárgreiðslurnar, í MMA.

clay-guida

5. Clay Guida

Hárið á Clay Guida er eflaust þekktara en margir bardagamenn innan raða UFC. Þetta er kannski ekkert hræðilegt hár en hvernig getur þetta ekki truflað hann í bardaga? Hann er alltaf að taka hárið frá augunum og hefur það ekkert breyst á hans níu árum í UFC. Guida, klipptu þig eða gerðu fastar fléttur, þetta truflar þig og áhorfendur!

Chris Leben hair

4. Chris Leben

Chris Leben er þekktastur fyrir sitt eldrauða hár í bardögum en hér að ofan má sjá nokkrar útgáfur af þeim. Hann hefur einnig gert fleiri tilraunir en oftast má sjá rauða litinn. Þetta er ekki glæsilegt hár.

seth petruzelli 2

3. Seth Petruzelli

Líkt og með Chris Leben hefur Seth Petruzelli verið duglegur að lita á sér hárið. Petruzelli hefur lagt hanskana á hilluna og verður helst minnst fyrir litríka hárið og rothögg hans gegn Kimbo Slice. Gæti verið verra en hárið hans fær samt falleinkunn.

hermes franca

2. Hermes Franca

Hermes Franca hefur skartað nokkrum mismunandi hárgreiðslum en bleiku krullurnar eru án efa þær verstu. Ekki undir nokkrum kringumstæðum eru bleikar krullur töff.

roy nelson hair

1. Roy Nelson

Roy Nelson er einn sérstakasti bardagamaður UFC. Hann er með alltof stóra bumbu miðað við atvinnuíþróttamann, skartar mölleti og er aðhlátursefni yfirmanns síns, Dana White. Nelson skartar ósnyrtilegu skeggi með mölletinu og sú samblanda er ekki hugguleg. Roy Nelson er með versta hárið í MMA.

Aðrir sem komu til greina: Mayhem Miller, Mike Pyle, Louis Gaudinot, Miguel Torres,

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular