0

Gunnar Nelson farinn til Mexíkó

GunnarGunnar Nelson hélt í morgun til Mexíkó þar sem hann mun dvelja næstu vikur. Þar mun Gunnar aðstoða Cathal Pendred við undirbúning Pendred fyrir UFC 188.

UFC 188 fer tram í Mexíkóborg þann 13. júní og berst Írinn Cathal Pendred við heimamanninn Augusto Montaño á bardagakvöldinu. Mexíkóborg er hátt yfir sjávarmáli og getur það tekið íþróttamenn langan tíma að venjast loftslaginu. Af þeim sökum hefur Cathal Pendred æft í Mexíkóborg undanfarnar vikur og verður fram að bardaganum.

Með Pendred í för eru nokkrir af liðsfélögum hans úr SBG liðinu í Írlandi og bætist Gunnar nú í hópinn. Gunnar hélt utan í morgun og mun æfa með þeim félögum fram að bardaga Pendred. Eftir bardagann mun Gunnar halda til Las Vegas þar sem æfingarnar halda áfram fram að bardaga Gunnars í Las Vegas.Gunnar mætir John Hathaway á UFC 189 þann 11. júlí í Las Vegas.

Eins og við greindum frá í síðustu viku dvelur Conor McGregor í glæsivillu í Las Vegas. Í Las Vegas mun Gunnar dvelja þar ásamt öðrum liðsfélögum McGregor.

 

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.