Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstoppslistinn: Topp 10 rothögg kvenna

Föstudagstoppslistinn: Topp 10 rothögg kvenna

Á föstudagstopplistanum þessa vikuna ætlum við að fara yfir topp tíu rothögg kvenna í MMA. Það hefur gengið um garð sú mýta að konur hafa ekki kraftinn til að vinna bardaga með rothöggi. Þeir sem fylgjast reglulega með MMA vita auðvitað að það er alger della en hér er listi yfir kvennfólk sem hafa svo sannarlega kraft í höndunum.

Holly Holm
Holly Holm

10. Rhiannon Thompson gegn Bec Hyatt

Bardaginn var búin að vera jafn og spennandi þegar Thompson náði að lennda þessu lúmska sparki. Aumingja Hyatt sá það ekki koma fyrr en það var of seint.

 9. Amanda Nunes gegn Julia Budd

Ferill Nunes er einkennist af rothöggi eftir rothöggi og er erfitt að velja aðeins eitt. En eldmóðurinn, hraðinn og nákvæmnin sem Nunes sýndi í bardaganum gegn Budd sýnir hversu öflug hún er í raun og veru. Það tók hana undir mínútu að hamra Budd flata á jörðina.

 8. Veronica Rothenhausler gegn Ashlee Evans-Smith

Eitt fljótasta rothögg í sögu MMA. Það tók ekki nema tæpar fimm sekúndur fyrir Rothenhausler til að sýna af hverju þú vilt ekki hitta hana í myrku húsasundi seint að nóttu til. Evans-Smith fellur hér niður á gólf og nær Rothenhausler nokkrum góðum höggum til viðbótar áður en dómarinn stoppar bardagann.

 7. Zoila Frausto gegn Rosi Sexton

Þegar þessi bardagi var bókaður voru flestir sem töldu Sexton líklegri til að vinna en Frausto náði að lenda þessu svakalega hnésparki þegar Sexton kom of lágt inn í fellu.

6. Stefanie Guimareas gegn Yvonne Reis

Þrátt fyrir töluverðan hæðarmun þá náði Guimareas að brúa fjarlægðina og nær frábæru hnésparki úr “clinchinu” sem rotar Reis samstundis.

5. Tanya Evinger gegn Brittany Pullem

Pullem er klárlega með yfirhöndina og klárar hún bardagann með þessu frábæra höggi sem sendir Pullem beint í draumaheiminn.

4. Kaitlin Young gegn Miesha Tate

Margir kannast eflaust við Miesha Tate enda hefur rýgurinn milli hennar og Ronda Rousey bergmálað í göngum MMA heimsins í mörg ár. En hér er hún í sínum sjöunda atvinnumannabardaga en hann gekk ekki betur en svo að hún endaði á röngum enda rothöggs. Tate fellur svo máttlaus niður líkt og strengjabrúða þar sem strengirnir eru skornir undan henni.

3. Sarah Kaufman gegn Roxanne Modaferri

Það er ekki oft sem þetta gerist í MMA en hér nær Kaufmann rothöggi með því lyfta Modaferri upp og skella henni niður á mottuna. Höggið sem Modaferri fær aftan í hnakkann tekur alla þyngd hennar með í höggið. Þetta rothögg kom Kaufman rækilega á kortið í 135 punda deild kvenna.

2. Jinh Yu Frey gegn Darla Harris

Þetta var aðeins annar atvinnumannabardagi Frey en það getur ekki annað en lofað góðu fyrir framtíð hennar. Frey nær hér að lenda þungu sparki í höfuð Harris, Harris stendur þó enn í fæturnar en með tveimur þungum höggum frá Frey fellur hún kylliflöt í jörðina.

1. Holly Holm gegn Allana Jones

Fyrir þá sem þekkja ekki til Holly Holm þá hefur hún árum saman verið ein öflugasta og farsælasta konan í box heiminum. En nú hefur hún tekið stökkið yfir í MMA og gert það eins og sleggja og hamrað alla sína andstæðinga beint í jörðina. Hér setur hún upp hásparkið með tveimur gabbhreyfingum svo smellur hún einu hásparki beint í mark. Það er engin sem virðist geta staðið í vegi hennar og verður spennandi að sjá hvert leið hennar liggur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular