Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanFyrsti Podcast Beef bardaginn fór fram síðasta Laugardaginn 

Fyrsti Podcast Beef bardaginn fór fram síðasta Laugardaginn 

Tveir af þáttastjórnendum Fimmtu Lotunnar, Birkir Kristján og Jón Kristófer (höfundur greinarinnar), mættust í búrinu í fyrstu umferðinni af innbyrðis keppni hlaðvarpsins. Mikil spennan hafði myndast í hlaðvarpinu fyrir bardagann, menn skemmtu sér við að skjóta á hvorn annan á Instagram og vera með almenna stæla í hlaðvarpinu fyrir viðureignina. Rétt fyrir bardagann var hitinn orðinn svo mikill að fresta þurfti útgáfu þáttarins fyrir bardagann vegna ósátta.  

Fimmta Lotan byrjaði upprunalega sem hljóðtækniverkefni hjá Stúdíó Sýrlandi. Ákveðið var að gera hlaðvarpsþátt um UFC frá sjónarmiði áhugamannsins, skella því inn á Spotify og fá 10 í einkunn fyrir verkefnið – allt gekk upp nema einkunnin. Eftir að hafa ákveðið að halda áfram með hlaðvarpið, sem núna er að verða árs gamalt, var komið að því að fara sjálfir inn í búrið og spreyta okkur gegn hvor öðrum.

Langur undirbúningur og mikil vinna  

Það leið ca. Einn og hálfur mánuður frá því að bardaginn var staðfestur þangað til þeir vinirnir mættust í búrinu. Menn voru með mismunandi áherslur í sínum herbúðum fyrir bardagann. Birkir lagði mikla áherslu og traust á boxið og hafði eytt miklum tíma í VBC við undirbúninginn, en Jón lagði sitt hald og traust á nogi BJJ og eyddi mestum tímanum sínum í Reykjavík MMA. 

Það var í raun allt lagt í þessa viðureign og hvorugir tók þessu létt. Undir lokin voru keppendurnir farnir að æfa tvisvar á dag, búnir að ráða sér einkaþjálfara og höfðu varla tíma til að sinna hlaðvarpinu sjálfu. 

Rear naked choke í fyrstu lotu 

Eins of flestir eru sammála um þá vinna glímumenn gegn boxurum í 9 af hverjum 10 viðureignum. Það reyndist rétt í þessari viðureign líka, en bardaginn endaði með því að Jón náði Birki í rear naked choke í fyrstu lotu þegar aðeins 4 sekúndur voru eftir á klukkunni.

Skemmtileg reynsla, en ekki hættulaust 

Hægt er að horfa á bardagann á youtube og hafa gaman af áhugamennskunni – sannkallað amature show með novice fighters. Dómarar bardagans áttu orð við sigurvegarann og varaði hann við því að mögulega hefði átt að gefa mínus stig fyrir fyrstu lotu vegna hættulegra högga í gólfinu sem fór greinilega í bak og of nálægt því að fara aftan á höfuð.

Þar að auki gleymdi Birkir upprunalega að setja í sig góm fyrir bardagann sem var til þess að bardaginn var stöðvaður og þurfti að byrja upp á nýtt.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular