spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGilbert Melendez - Stormurinn El Niño nálgast gullið

Gilbert Melendez – Stormurinn El Niño nálgast gullið

Gilbert “El Niño” Melendez er fyrrverandi Strikeforce meistari, hann hefur barist við marga af þeim bestu en á laugardaginn er mikilvægasti bardagi lífs hans.

Melendez mætir Anthony Pettis í Las Vegas á einu stærsta bardagakvöldi ársins. Hann er talinn ólíklegri til að sigra skv. veðbönkunum en ekki búast við að þetta verði auðveldur bardagi fyrir meistarann. Söguþráðurinn í þessum bardaga er honum þó ekki í vil. Meistarinn lítur út eins og undirfata módel með spörk sem eiga heima í Hollywood hasarmynd, í “slow motion”. Melendez á hinn bóginn hefur enga augljósa hæfileika umfram aðra. Hann er ekki kjaftfor og ekkert sérstaklega myndarlegur. Hann er ekki með húðflúr um allan líkamann og hann lítur ekki út eins og vaxtaræktatröll. Ekki beint augljós stjarna en MMA er ekki fegurðarsamkeppni.

Melendez er ljúfur fjölskyldumaður en hans helsti styrkleiki er gríðarlegur andlegur styrkur sem hann sækir í mexíkanska arfleifð. Í 25 bardögum hefur hann aðeins tapað þrisvar og í öll skiptin á stigum. Af 22 sigrum er helmingurinn eftir rothögg eða tæknilegt rothögg. Melendez getur slegið en það er yfirleitt ekki eitt högg sem veldur skaðanum heldur mikill fjöldi högga sem tætir menn í sundur þar til þeir láta undan pressunni. Ofan á þetta er Gilbert með svart belti í jiu-jitsu undir Ceasar Gracie og er enn á besta aldri, 32 ára gamall.

henderson

Í hans fyrsta bardaga í UFC skoraði Melendez á þá ríkjandi meistara, Ben Henderson. Bardaginn var jafn og spennandi en Henderson sigraði eftir fimm lotur á klofnum dómaraúrskurði. Ef Melendez hefði sigrað Henderson hefði bardaginn við Pettis sennilega orðið fyrir um ári síðan. Í staðinn var það Pettis sem mætti Henderson og tók af honum beltið með “armbar” í fyrstu lotu. Þessi bardagi var hins vegar óumflýjanlegur eftir góða frammistöðu á móti Henderson og Diego Sanchez en síðarnefndi bardaginn var einn af bardögum ársins 2013.

sanchez

Hvað sem gerist á laugardagskvöldið er ljóst að Gilbert Melendez mun gera allt í sínu valdi til að sigra Anthony Pettis og taka léttvigartitilinn. Pettis er ekki ósigrandi, hann tapaði fyrir Clay Guida fyrir þremur árum síðar. Melendez gæti reynt að beita sömu aðferð, kæfandi glímu og pressu. Það mun þurfa mikið til að stoppa Storminn og enginn MMA aðdáandi mun vilja missa af því.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular