spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGrettismót Mjölnis fer fram á morgun

Grettismót Mjölnis fer fram á morgun

Grettismót Mjölnis fer fram á morgun, laugardag, í fimmta sinn. Keppt er í brasilísku jiu-jitsu í galla og fer mótið fram í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíðinni.

Tæplega 40 keppendur eru skráðir á mótið frá fimm félögum. Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.

Mótið fór fyrst fram árið 2013 og hefur verið fastur liður á haustin undanfarin ár. Líkt og undanfarin ár eru veitt sérstök verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins.

Mótið hefst kl 11 á morgun þann 7. október en keppendur mæta kl 10. Þyngdarflokkana má sjá hér að neðan:

Karlar: -68 kg, -79 kg, -90 kg, -101 kg, +101 kg og Opinn flokkur karla
Konur: -64 kg, -74 kg, +74 kg og Opinn flokkur kvenna

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular