spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGrettismótið fer fram á morgun

Grettismótið fer fram á morgun

Grettismót Mjölnis fer fram á morgun í Mjölniskastalanum. Alls eru 54 keppendur skráðir og má því búast við hörku móti á morgun.

Þetta er í þriðja sinn sem glímumótið er haldið en keppendurnir 54 koma frá fjórum félögum. Mótið hefst kl 11 og er aðgangseyrir 500 kr. fyrir áhorfendur.

24 keppendur eru skráðir í -79 kg flokkinn og er það stærsti flokkurinn en keppt er í galla (Gi.)

Daði Steinn úr VBC er skráður til leiks en hann sigraði opna flokkinn á mótinu í fyrra. Hann hefur því titil að verja á morgun og verður gaman að sjá hvort hann nái að sigra flokkinn annað árið í röð.

Af keppendunum 54 er aðeins ein stelpa skráð til leiks og mun hún keppa í -68 kg flokki ásamt fimm öðrum strákum.

Mótið mun standa fram eftir degi á tveimur völlum. Fyrstu flokkarnir sem byrja eru -90 kg flokkur og -79 kg flokki.

grettismot 2015

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular