Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þeir Conor McGregor og Urijah Faber eru þjálfarar í nýjustu seríu TUF en þættirnir verða frumsýndir í september.
Gunnar flaug út í morgun og mun vera í Las Vegas þar sem upptökur fara fram í eina til tvær vikur. Hann mun koma til með að aðstoða McGregor en hann þjálfar lið Evrópumanna. Bandaríkjamaðurinn Urijah Faber þjálfar lið Bandaríkjanna en evrópskir og bandarískir bardagamenn berjast gegn hvor öðrum í seríunni.
The Ultimate Fighter er raunveruleikaþáttur þar sem upprennandi bardagamenn keppast við að fá samning hjá UFC. Þetta er 22. sería TUF en þættirnir eru sýndir á Fox Sports 1. Fyrsti þátturinn fer í loftið miðvikudaginn 9. september.
Morning pick up, back to Vegas! @luxurytransporticeland https://t.co/tBSz9CkykG pic.twitter.com/RNNbnAT6hW
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) August 10, 2015