spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Ég vonast eftir að fá titilbardaga á næsta ári

Gunnar: Ég vonast eftir að fá titilbardaga á næsta ári

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson ræddi við fjölmiðlamenn á sérstökum hádegisverði í Los Angeles í gær. Þar talaði hann um Maia bardagann, veltivigt UFC og áform sín um að berjast um titilinn á næsta ári.

„Ég mun pottþétt vonast eftir að fá titilbardaga á næsta ári. Það eru margir góðir bardagamenn í veltivigtinni og hefur verið þannig í mörg ár. Ég held að veltivigtin þurfti meistara. Síðan GSP [Georges St. Pierre] fór hefur beltið farið manna á milli en mér finnst eins og flokkurinn þurfi meistara,“ sagði Gunnar í gær.

Gunnar getur tekið stórt stökk upp styrkleikalista UFC með sigri á Demian Maia á UFC 194. Maia er í sjötta sæti styrkleikalistan og myndi sigur á honum gera mikið fyrir Gunnar – sérstaklega ef honum tekst að klára Maia.

Gunnar er í þeirri trú að þú vinnir í raun ekki bardaga nema þú klárir andstæðinginn. „Ég reyni alltaf að klára bardagann, þannig berst ég. Ég vil ekki taka þetta á dómaraákvörðun, það er ekki minn stíll. Ef þú vinnur eftir dómaraákvörðun var þetta ekki búið. Bardaginn er ekki búinn, orrustan gæti hafa haldið áfram.“

Gunnar mun því reyna eftir fremsta megni að klára Maia þegar þeir berjast þann 12. desember. Það væri gríðarlega sterk yfirlýsing fyrir okkar mann.

„Stundum er það augljóst að þú varst betri bardagamaður ef þú rústar andstæðingnum, en hvers vegna gastu ekki klárað hann? Þessu trúi ég þegar ég berst. Ef þú kláraðir ekki bardagann var orrustan ekki búin.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular