spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar fékk tæpar 10 milljónir fyrir bardagann gegn Maia

Gunnar fékk tæpar 10 milljónir fyrir bardagann gegn Maia

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Demian Maia á UFC 194 um nýliðna helgi. Fyrir bardagann fékk Gunnar tæpar tíu milljónir króna.

Þegar UFC heldur bardagakvöld í Nevada fylki er þeim skylt að gefa upp laun bardagamanna. Samkvæmt uppgefnum tölum frá íþróttasambandi Nevada-fylkis fékk Gunnar 75.000 dollara eða 9,65 milljónir króna fyrir bardagann. Gunnar hefði fengið aðra 75.000 dollara hefði hann sigrað Maia. Á sama tíma fékk Maia 78.000 dollara fyrir að mæta og aðra 78.000 fyrir sigurinn.

Kóngurinn Conor McGregor fékk hæstu upphæðina en hann fékk 500.000 dollara eða 64 milljónir króna. Í þessari upphæð er ekki reiknað með hluta af Pay Per View sölu UFC 194. Talið er að Conor McGregor hafi fengið að minnsta kosti þrjá dollara af hverri Pay Per View sölu en UFC seldi yfir milljón Pay Per View sölur. Miðað við þessar tölu ætti McGregor að fá að minnsta kosti þrjár milljónir dollara sem hluti af Pay Per View sölunni.

Hér að neðan má sjá laun allra bardagamanna kvöldsins í íslenskum krónum.

Aðalhluti bardagakvöldsins
Conor McGregor (64 milljónir) sigraði Jose Aldo (51,5 milljón)
Luke Rockhold (10,3 millj. + 10,3 millj.= 20,6 millj.) sigraði Chris Weidman (35,4 millj.)
Yoel Romero (16 millj. + 3,2 millj. = 19,2 millj.) sigraði Ronaldo Souza (17,4 millj.)
Demian Maia (10 millj. + 10 millj. = 20 millj.) sigraði Gunnar Nelson (9,65 millj.)
Max Holloway (5,8 millj. + 5,8 millj. = 11,6 millj.) sigraði Jeremy Stephens (5,5 millj.)

Upphitunarbardagar kvöldsins
Urijah Faber (19,3 millj. + 19,3 millj. = 38,6 millj.) sigraði Frankie Saenz (2,6 millj.)
Tecia Torres (1,6 millj. + 1,6 millj. = 3,2 millj.) sigraði Jocelyn Jones-Lybarger (1,3 millj.)
Warlley Alves (2,7 millj. + 2,7 millj. = 5,4 millj.) sigraði Colby Covington (2,3 millj.)
Leonardo Santos (2,6 millj. + 2,6 millj. = 3,2 millj.) sigraði Kevin Lee (2,7 millj.)

Fight Pass upphitunarbardagar kvöldsins
Magomeod Mustafaev (1,6 millj. + 1,6 millj. = 3,2 millj.) sigraði Joe Proctor (1,7 millj.)
Yancy Medeiros (2,7 millj. + 2,7 millj. = 5,4 millj.) sigraði John Makdessi (3,9 millj.)
Court McGee (3 millj. + 3 millj. = 6 millj.) sigraði Marcio Alexandre Junior (1,6 millj.)

Allt eru þetta uppgefnar tölur af UFC. Í þessum tölum er ekki talið með bónusar og greiðslur frá styrktaraðilum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular