Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar: Gott að vera kominn aftur

Gunnar: Gott að vera kominn aftur

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson nældi sér í góðan sigur gegn Alex Oliveira fyrr í kvöld. Gunnar segir að það sé gott að vera kominn aftur og ætlar sér að vera duglegri að berjast.

Gunnar tapaði 1. lotunni gegn Alex Oliveira en tókst svo að klára bardagann í 2. lotu með klassísku „rear naked choke“.

„Þetta var klárlega ekki eins og ég bjóst við að bardaginn færi en ég er mjög ánægður að hafa klárað hann í 2. lotu. Hann var hraður og ég þurfti að aðlaga leikáætlun mín örlítið. Hann hitti mig með höggi sem ég hélt að væri aftan í hnakkann en kannski var það ekki. Hvað sem þetta var þá fann ég vel fyrir því,“ sagði Gunnar eftir bardagann.

Þegar Gunnar reyndi að taka Oliveira niður í 1. lotu reyndi Oliveira að olnboga Gunnar upp við búrið. Gunnar telur að einn af þessum olnbogum hafi farið í hnakkann en bannað er að veita högg þar. Það kom þó ekki að sök þar sem Gunnar náði flottri fellu í 2. lotu og komst fljótt í yfirburðarstöðu.

„Í seinni lotunni fóru hlutirnir að breytast og ég gat klárað bardagann eins og ég leitaðist eftir. Það er gott að vera kominn aftur og mig langar að vera duglegri að berjast núna. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu en ég meiddist aðeins í hnénu [í aðdraganda bardagans]. Núna þegar bardaginn er búinn mun ég láta kíkja á þetta og berjast aftur sem fyrst þegar hnéð er komið í lag. Ég hef sagt þetta áður, ég er til í að berjast við alla. Ég vil bara fá að berjast eins mikið og ég get.“

Gunanr meiddist aðeins í hnénu í aðdraganda bardagans en ekki er um að ræða sama hné og hann meiddist á í vor.

Mynd: Snorri Björns.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular