Tuesday, April 30, 2024
HomeForsíðaGunnar núna með flesta sigra í veltivigtinni eftir uppgjafartök ásamt Chris Lytle

Gunnar núna með flesta sigra í veltivigtinni eftir uppgjafartök ásamt Chris Lytle

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira með uppgjafartaki á UFC 231 fyrr í kvöld. Með sigrinum er hann nú með flesta sigra eftir uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar ásamt öðrum.

Gunnar er nú með sex sigra eftir uppgjafartök í veltivigt UFC. Gunnar er reyndar með sjö sigra í UFC eftir uppgjafartök en fyrsti bardaginn fór tæknilega séð ekki fram í veltivigt heldur í hentivigt (e. catchweight). Í hans fyrsta bardaga í UFC mætti hann DaMarques Johnson en Johnson átti í erfiðleikum með að ná 170 punda veltivigtarmarkinu. Bardaginn átti því að fara fram í 175 punda hentivigt en Johnson var langt frá því að ná því og var 183 pund í vigtuninni. Frumraun Gunnars var því tæknilega séð ekki í veltivigt.

Í alvöru 170 punda veltivigtarbardaga er Gunnar með sex sigra eftir uppgjafartök en Gunnar deilir metinu í veltivigtinni með Chris Lytle yfir flesta sigra í flokknum eftir uppgjafartök. Lytle hætti árið 2011 og er ekki að fara að bæta metið og eru því góðar líkur á að Gunnar tróni einn á toppnum innan tíðar.

Þegar skoðað er flesta sigra í sögu UFC með uppgjafartökum er Gunnar kominn ansi ofarlega. Gunnar er með sjö sigra eftir uppgjafartök í UFC en metið í UFC (í öllum flokkum) eru 11 sigrar. Charles Oliveira á metið en hann bætti nýlega met Royce Graice. Gunnar er í 6. sæti í UFC yfir flesta sigra eftir uppgjafartök ásamt þeim Kenny Florian, Joe Lauzon, Cole Miller og Joe Miller með sjö sigra.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular