0

Gunnar núna með flesta sigra í veltivigtinni eftir uppgjafartök ásamt Chris Lytle

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira með uppgjafartaki á UFC 231 fyrr í kvöld. Með sigrinum er hann nú með flesta sigra eftir uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar ásamt öðrum.

Gunnar er nú með sex sigra eftir uppgjafartök í veltivigt UFC. Gunnar er reyndar með sjö sigra í UFC eftir uppgjafartök en fyrsti bardaginn fór tæknilega séð ekki fram í veltivigt heldur í hentivigt (e. catchweight). Í hans fyrsta bardaga í UFC mætti hann DaMarques Johnson en Johnson átti í erfiðleikum með að ná 170 punda veltivigtarmarkinu. Bardaginn átti því að fara fram í 175 punda hentivigt en Johnson var langt frá því að ná því og var 183 pund í vigtuninni. Frumraun Gunnars var því tæknilega séð ekki í veltivigt.

Í alvöru 170 punda veltivigtarbardaga er Gunnar með sex sigra eftir uppgjafartök en Gunnar deilir metinu í veltivigtinni með Chris Lytle yfir flesta sigra í flokknum eftir uppgjafartök. Lytle hætti árið 2011 og er ekki að fara að bæta metið og eru því góðar líkur á að Gunnar tróni einn á toppnum innan tíðar.

Þegar skoðað er flesta sigra í sögu UFC með uppgjafartökum er Gunnar kominn ansi ofarlega. Gunnar er með sjö sigra eftir uppgjafartök í UFC en metið í UFC (í öllum flokkum) eru 11 sigrar. Charles Oliveira á metið en hann bætti nýlega met Royce Graice. Gunnar er í 6. sæti í UFC yfir flesta sigra eftir uppgjafartök ásamt þeim Kenny Florian, Joe Lauzon, Cole Miller og Joe Miller með sjö sigra.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.