Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlex Oliveira þurfti 29 spor eftir bardagann gegn Gunnari

Alex Oliveira þurfti 29 spor eftir bardagann gegn Gunnari

Alex Oliveira tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC 231 á laugardaginn. Oliveira fékk svakalegan skurð á ennið og þurfti þónokkur spor.

Gunnar Nelson kláraði Oliveira með hengingu í 2. lotu á laugardaginn. Áður en hann náði hengingunni lenti hann nokkrum olnbogum í Oliveira. Oliveira fékk stóran skurð fyrir vikið sem blæddi vel úr.

Strax eftir bardagann þurfti að sauma 29 spor á ennið en Oliveira tók því með bros á vör eins og hann er gjarn á að gera. Andre Tadeu, þjálfari Oliveira, tók þessa mynd þar sem verið var að sauma Oliveira.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular