0

Alex Oliveira þurfti 29 spor eftir bardagann gegn Gunnari

Alex Oliveira tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC 231 á laugardaginn. Oliveira fékk svakalegan skurð á ennið og þurfti þónokkur spor.

Gunnar Nelson kláraði Oliveira með hengingu í 2. lotu á laugardaginn. Áður en hann náði hengingunni lenti hann nokkrum olnbogum í Oliveira. Oliveira fékk stóran skurð fyrir vikið sem blæddi vel úr.

Strax eftir bardagann þurfti að sauma 29 spor á ennið en Oliveira tók því með bros á vör eins og hann er gjarn á að gera. Andre Tadeu, þjálfari Oliveira, tók þessa mynd þar sem verið var að sauma Oliveira.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.