Saturday, May 4, 2024
HomeBJJGunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar

Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar

Gunnar Nelson sigraði Bryan Barberena á UFC 286 í gærkvöldi. Gunnar sigraði með uppgjafartaki og er núna með flesta sigra í sögu veltivigtarinnar eftir uppgjafartök.

Gunnar sigraði Bryan Barberena með armlás í lok 1. lotu. Þetta var 8. sigur Gunnars í UFC með uppgjafartaki en sjá sjöundi í veltivigtinni. Fyrsti bardagi Gunnars í UFC var 175 punda hentivigt (e. catchweight) þar sem andstæðingurinn þá, DaMarques Johnson, gat ekki náð 170 punda veltivigtarmarkinu. Johnson vigtaði sig inn 183 pund eða 12 pundum yfir upphaflega markinu.

Fyrir bardagann voru þeir Demian Maia og Chris Lytle jafnir Gunnari með sex sigra í veltivigtinni eftir uppgjafartak. Gunnar hefur tekið framfyrir þá en Maia er síðan með fimm sigra í millivigt eftir uppgjafartak.

Gunnar er með 8 sigra með uppgjafartaki í UFC og er hann búinn að jafna fjölda sigra Frank Mir með uppgjafartaki. Gunnar getur vel klifrað hærra upp stigann þar sem Frank Mir, Nate Diaz og Royce Gracie eru annað hvort hættir eða búnir að yfirgefa UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular