spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentGunnar Nelson með sigur í 1. lotu

Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu

Gunnar Nelson var ekki lengi að afgreiða Bryan Barberena á UFC 286. Gunnar kláraði Barberena með armlás í 1. lotu.

Bardaginn fór fram í veltivigt og var þriðji síðasti bardaginn á UFC 286 í London. Gunnar fékk frábærar móttökur frá áhorfendum í O2 höllinni og átti greinilega marga stuðningsmenn í höllinni.

Barberena byrjaði á nokkrum lágspörkum en Gunnar hélt sig fyrir utan. Gunnar stökk í „clinchið” og náði „bodylock” upp við búrið. Gunnar var þolinmóður en náði að lyfta Barberena upp og koma honum í gólfið.

Þegar í gólfið var komið var þetta aldrei spurning. Gunnar náði nokkrum olnbogum og komst í „mount” þegar skammt var eftir af 1. lotu. Þar sem lítið var eftir af lotunni fór Gunnar í armlás og kláraði þegar 9 sekúndur voru eftir af 1. lotu.

Frábær sigur hjá Gunnari og er hann núna kominn með tvo sigra í röð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular