spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson hélt utan í morgun

Gunnar Nelson hélt utan í morgun

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson hélt til Dublin í morgun en þar mun undirbúningur hans fyrir bardagann gegn Demian Maia fara fram næsta mánuðinn. Gunnar mun svo fara til Las Vegas í nóvember þar sem lokaundirbúningurinn fer fram.

Í Dublin mun hann æfa með Conor McGregor og félögum í SBG liðinu undir handleiðslu John Kavanagh. Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC 194 gegn Jose Aldo sama kvöld og Gunnar mætir Maia. Það hentar því vel fyrir þá Gunnar og McGregor að æfa saman fyrir bardagana 12. desember.

Í nóvember mun Gunnar ferðast til Las Vegas ásamt meðlimum SBG liðsins þar sem lokaundirbúningurinn fyrir UFC 194 fer fram. Síðast þegar kapparnir dvöldu í Vegas leigði McGregor glæsilega villu sem kallaðist MacMansion. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að glæsibragurinn verði sá sami í nóvember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular