spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson: Kann ekki víkingaklappið

Gunnar Nelson: Kann ekki víkingaklappið

Gunnar Nelson smile brosandiGunnar Nelson mætir Alan Jouban á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Í dag fór stóri fjölmiðladagurinn fram þar sem við spjölluðum við Gunnar um tölvuleiki, Jouban og víkingaklappið.

Gunnar sat fyrir svörum fjölmiðla og fékk ótal spurningar um meiðslin sem komu í veg fyrir bardaga hans gegn Dong Hyun Kim og mögulegan bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor frá erlendum blaðamönnum.

Við fórum aðeins ólíkari leið og spurðum lítið um bardagaferilinn. Viðtöl okkar við Gunnar um Jouban bardagann má sjá hér að neðan.

Gunnar: Var enginn í boði á styrkleikalistanum

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Alan Jouban

Gunnar er orðinn nokkuð fær spilari í tölvuleiknum Call of Duty. „Þetta hjálpar gríðarlega mikið. Hef ekkert þurft að æfa eins mikið út af þessu,“ sagði Gunnar í gríni.

Áður en við náðum Gunnari var hann í „face-off“ við andstæðinginn Alan Jouban sem Gunnari finnst oft vera hálf kjánalegt. „Manni finnst menn oft vera svolítið stirðir þarna, hrikalega mikið að reyna að sýna engin viðbrögð. Það er oft bara í raun merki um að það sé eitthvað stress. Auðvitað er eitthvað stress þegar þú stendur þarna á móti. Þetta er svona hálf kjánalegt dæmi ef út í það er farið en ég les ekkert alltof mikið í þetta. En maður sér að menn eru stífir.“

Víkingaklappið vakti heimsathygli á Evrópumótinu í knattspyrnu í fyrrasumar. Gunnar segist þó ekki kunna klappið og mun ekki reyna að taka það sigri hann Jouban. „Ég kann það ekki einu sinni almennilega. Ég myndi ekki treysta mér til að byrja á því. Get svona örugglega tekið þátt ef það er enginn að horfa á mig taka þátt,“ segir Gunnar og viðurkennir að hann myndi líklegast vera eins og maðurinn í áramótaskaupinu sem gat ómögulega tekið þátt í klappinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular