Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson og John Hathaway eiga ýmislegt sameiginlegt

Gunnar Nelson og John Hathaway eiga ýmislegt sameiginlegt

gunnar-nelson-hathawayEins og við greindum frá í gærkvöldi mætast þeir Gunnar Nelson og John Hathaway á UFC 189. Þegar litið er á feril beggja í UFC má sjá nokkur athyglisverð atriði.

Gunnar Nelson barðist sinn fyrsta UFC bardaga á UFC on Fuel TV bardagakvöldinu þann 29. september 2012. Á sama bardagakvöldi mætti John Hathaway John Maguire og sigraði eftir dómaraákvörðun.

Gunnar sigraði DaMarques Johnson það kvöld en upphaflega átti hann að mæta Pascal Krauss. Þjóðverjinn Krauss meiddist hins vegar og kom Johnson í hans stað. Hathaway sigraði einmitt Krauss í mars 2012.

Gunnar Nelson átti að mæta Mike Pyle í maí 2013 en dróg sig úr bardaganum vegna meiðsla. John Hathaway fékk sitt fyrsta tap á ferlinum eftir tap gegn Mike Pyle í október 2010. Gunnar Nelson fékk aftur á móti sitt fyrsta tap gegn Rick Story en Hathaway sigraði Story í júní 2009.

Eins og við greindum frá í fyrri frétt okkar um bardagann mætti Hathaway æfingafélaga Gunnars, Tom Egan, í janúar 2009.

Það má sjá nokkur sameiginleg nöfn á ferilskrá beggja en meiðsli hafa oftast komið í veg fyrir bardagana. Við skulum vona að hvorugur meiðist í þetta sinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular